fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Sigríður var ein af þeim sem sakaði Gunnar í Krossinum um kynferðisofbeldi – „Burtséð frá þessu öllu þykir mér vænt um hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 11:30

Sigríður Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 sökuðu fimm konur Gunnar Þorsteinsson, yfirleitt kenndur við sinn gamla söfnuð í Krossinum, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Í kjölfarið steig Gunnar til hliðar sem forstöðumaður Krossins.

Ein þeirra var Sigríður Guðnadóttir, fyrrverandi mágkona Gunnars. Hún sakaði hann um að hafa áreitt sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul.

Árið 2011 sökuðu fleiri konur hann um kynferðisbrot. Gunnar höfðaði meiðyrðamál gegn tveimur konum vegna ummæla þeirra í Pressunni og voru aðeins 5 ummæli af 21, sem Gunnar krafðist ómerkingar, dæmd ómerk. Var það mat dómsins að frásagnir kvennanna sem báru vitni um kynferðisbrot Gunnars væru trúverðugar.

„Þetta var rosalega erfitt fyrir mig“

Sigríður Guðnadóttir, söngkona og fasteignasali, rifjar upp þennan tíma í þættinum Segðu mér á Rás 1.

„Þetta var rosalegt fyrir mig. Ég datt úr vinnu og þorði ekki ein út í búð og mér leið eins og allir væru að horfa á mig,“ segir hún.

Inga, systir Sigríðar, var gift Gunnari. Þáverandi hjónin stofnuðu Krossinn ásamt móður Sigríðar.

Sigríður missti pabba sinn þegar hún var sex ára gömul og segir að eftir það varð Gunnar stór þáttur í hennar lífi.

„Hann var hávær maður sem sagði ýmislegt á opinberum vettvangi sem hinum almenna borgara fannst einkennilegt og skrítið og hann var kannski öfgafullur í sínum skoðunum,“ segir Sigríður.

Gunnar í Krossinum.

„Það tók örugglega átta ár af lífi mínu að gera þetta upp“

Sigríður lýsir tímabilinu eftir að hún steig fram árið 2010. Hún fór meðal annars í viðtal í Kastljósi og vakti málið gríðarlega athygli á sínum tíma.

„Þetta var rosalegt fyrir mig […] Þetta var erfitt, þetta var rosalega súrrealískt tímabil. Það tók örugglega átta ár af lífi mínu að gera þetta upp,“ segir hún.

Sigríður á erfitt með að lýsa tilfinningunum og áhrifunum sem þetta hafði á hana og hennar nánustu.

„Þetta [er] allt flókið. Af því ég get alveg sagt um Gunnar að hann gerði ofboðslega mikið af góðum hlutum og mér þykir vænt um hann. Burtséð frá þessu öllu þykir mér vænt um hann,“ segir hún.

„Mér þykir vænt um hann“

„Ég er fyrsta manneskjan til að fyrirgefa fólki og fyrirgef fólki áður en það biður um það. Það hefur aldrei verið erfitt fyrir mig að fyrirgefa en þegar þú kemur fram með svona mál sem átti aldrei að vera opinbert, það var þannig að í raun byrjaði hann og þeir sem voru í kringum hann að fara með þetta í fjölmiðla þannig að við enduðum á að þurfa að svara fyrir okkur.“

Sigríður fékk áfallastreitu eftir þetta en þrátt fyrir allt saman óskar hún Gunnari alls hins besta. „Mér þykir vænt um hann og hann hefur gert margt gott í mínu lífi.“

Hlustaðu þáttinn á vef RÚV eða í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers
Fókus
Í gær

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra