fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fókus

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik­kon­an Gena Row­lands er með Alzheimers-sjúk­dóminn. Leikkonan varð 94 ára þann 19. júní. Sonur hennar, leikstjórinn Nick Cassa­vetes tilkynnti veikindi móður sinnar. 

Nicholas Sparks höfundur bókarinnar The Notebook, sem kom út árið 1996, segist hugsa hlýtt til leikkonunnar, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í samnefndri kvikmynd frá árinu 2004, sem sonur hennar leikstýrði. Þar lék Rowlands eldri út­gáfu af Allie, en leik­kon­an Rachel McA­dams þá yngri. Myndin fjallar um ástarsamband Allie og Noah, leikinn af Ryan Gosling og James Garner.

Cassavetes seg­ir í viðtali við Entertain­ment Weekly að honum finnst und­ar­legt að hugsa til þess að karakt­er­inn sem móðir hans lék í The Notebook var einnig með Alzheimers. 

„Ég fékk móður mína til að leika eldri Allie og við vörðum mikl­um tíma sam­an í að tala um Alzheimer því við vild­um að per­sóna henn­ar yrði ein­læg. Núna síðustu fimm árin hef­ur hún sjálf verið að glíma við Alzheimers. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur tekið yfir en þetta er svo klikkað því við höf­um þekkt fólk með sjúk­dóm­inn, hún lék þetta og nú er komið að okk­ur,“ segir Cassavetes.

Mæðginin við tökur á The Notebook.

„Alzheimer er svo grimmur sjúkdómur. Á dögum eins og í dag minnist ég á kraftmikillar túlkunar Genu á Allie og dýptina sem hún færði persónunni. Frammistaða hennar snerti milljón hjörtu og hjálpaði við að lífga upp á sögu mína á þann hátt sem ég hafði aldrei ímyndað mér. 

Það er sannur heiður að hafa unnið með svona hæfileikaríkum listamanni og hugsanir mínar og bænir eru hjá Genu, Nick og fjölskyldu þeirra á þessum krefjandi tíma. Mér mun alltaf þykja vænt um arfleifð hennar í kvikmyndum og áhrif hennar á The Notebook,“ segir Sparks.

Nicholas Sparks

Row­lands á nærri sjö áratuga feril að baki og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sín. Hún hætti störfum árið 2014, þá 84 ára að aldri. Mörg hlutverka hennar eru í myndum sem eiginmaður hennar John Cassavetes leikstýrði, hann lést árið 1989.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsstellingin sem latar konur elska

Kynlífsstellingin sem latar konur elska
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni

Vinsælt brjóstatrend snýr aftur – „Undirtúttan“ áberandi í tískuvikunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“

Ástrós Rut minnist Bjarka Más á dánardegi hans – „Í huga mér, í hjarta mér, hjá mér að eilífu“