fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Brynhildur opnar sig um erfiðleika – „Hlutirnir geta fokkast upp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 12:34

Brynhildur Gunnlaugsdóttir. Mynd/Instagram @brynhildurgunnlaugss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir og vinkonurnar Brynhildur Gunnlaugsdóttir og Sara Jasmín Sigurðardóttir opna sig um erfiðleikana við að standa í rekstri í Gellukast, hlaðvarpi í þeirra umsjón.

Brynhildur er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Hún stofnaði íþróttavörumerkið Áróra fyrir tæplega ári síðan.

Sjá einnig: Frægasti rass Íslands selur buxur sem undirstrika rassinn

Flíkurnar frá Árora hafa notið mikilla vinsælda en reksturinn hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Maður þarf líka að höndla að fá að [heyra þegar einhver er óánægður] og díla við [það],“ segir Brynhildur og nefnir nýlegt dæmi.

„Eins og núna til dæmis, þegar við vorum að færa Áróru í nýtt vöruhús og ég var búin að vera með eitthvað pop-up og svo var allt í einhverri klessu með sendingar, það getur gerst. Það bara gerist hjá ótrúlega mörgum að eitthvað fer í fokk og þú ert bara svona að átta þig á þessu og reyna að koma öllu í lag. Það líka, að þú höndlir það, að þú sért ekki bara að segja: Oh, þetta er ömurlegt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ÁRORA SPORT (@arorasportswear)

Sara og Brynhildur ræða aðeins nánar um hvað hafi gerst og segja að vörur frá Ároru hafi farið í vitlausa poka.

„Þetta var líka, því þú ætlaðir ekki að fara svona snemma til Króatíu. Síðan þurftirðu að fara fyrr, ég var akkúrat að flytja um vöruhús þannig ég var að flytja einhver 30-40 bretti af mínum vörum. Þú varst búin að setja Áróra upp, en síðan út af pop-upinu var verið að setja í vitlausa poka […] Þetta var algjört kaos,“ segir Sara, sem starfar hjá heildsölunni Reykjavík Warehouse.

„Þetta var alltaf bara að setja í vitlausa poka, en það er engin afsökun. En svona pointið er bara að hlutirnir geta fokkast upp og það er bara þannig og þetta er bara að læra af mistökunum, já maður þarf að hafa svolítið mindset í þessu,“ segir Brynhildur.

„Það er búið að laga þetta og nú eru sendingar að fara mjög fljótt af stað,“ segir Sara.

Þær ræða þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers
Fókus
Í gær

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra