fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Skáld og sagnfræðingur bjóða RÚV birginn fyrir sitt hvora hneisuna – „Rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð“

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem hann greindi frá kæru sinni á hendur Ríkisútvarpinu út af notkun þeirra á kynhlutlausu máli. Hann telur Ríkisútvarpið bera skyldur gagnvart varðveislu íslenskunnar, en þessar skyldur séu vanræktar í nafni pólitískrar rétthugsunar. Lögum um Ríkisútvarpið kveði á um að stofnunin skuli standa vörð um íslenskuma og málfar stofnunarinnar skuli miða að því. Hefur Kristján farið fram á að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, taki kæru hand til umfjöllunar.

Sagnfræðingurinn og varaborgarfulltrúinn Stefán Pálsson hefur nú boðað sína eigin kæru sem hann ætlar að senda ráðherra. Hann birti fréttatilkynningu á Facebook í dag:

„Kæran er vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka árið 1987 til sýninga bresku ungmennaþættina um Þrífætlingana, þrátt fyrir að stofnuninni hafi um þær mundir verið kunnugt að BBC hefði ákveðið að hætta framleiðslu þeirra eftir tvær þáttaraðir af þremur. Það var gríðarlegt áfall fyrir margan barnshugann þegar seinni þáttaröðinni lauk og útlit var fyrir að hinn illi her geimverukúgaranna hefði náð að ráða niðurlögum andspyrnuhreyfingarinnar og dæmt mannkynið þar með til ævarandi þrældóms og kúgunnar. Hafði hatrið sigrað?

Ljóst er að með þessari framkomu sinni braut Ríkisútvarpið gegn mikilvægum kúnnahópi og þeim sem varnarlausastan má telja. Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa.“

Líklegt verður að telja að Stefán sé að slá á létta strengi í ljósi kæru Kristjáns. Þó var bent á það í athugasemdum við færsluna að gamni Stefáns fylgi greinilega nokkur alvara. Árið 2017 skrifaði Stefán langan pistil um Þrífætlingana, þá hneisu að BBC hafi hætt framleiðslu þáttanna á sínum tíma án þess að klára að segja söguna og þá „kaldrifjuðu ákvörðun“ RÚV að hefja sýningu á þessari endalausu sögu.

Kristján Hreinsson hefur undanfarin misseri vakið athygli fyrir orð sín í garð femínista og kynsegin fólks. Fyrir ári síðan tókst hann á við Endurmenntun Háskóla Íslands eftir að honum var sagt þar upp störfum vegna ummæla um trans fólk. Honum var í kjölfarið boðið að hefja störf á ný hjá stofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“