fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Lögregla vill ákæra fjölda fólks í tengslum við andlát Matthew Perry

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla rannsakar andlát leikarans Matthew Perry sem fannst látinn í heitum potti við heimili sitt í október. Fyrst var talið að leikarinn hefði látist af slysförum en samkvæmt krufningu sem var opinberuð í desember lést hann sökum ofskömmtunar af lyfinu ketamíni sem leiddi til eitrunaráhrifa og loks drukknunar. Lögregla hóf í kjölfarið rannsókn á andlátinu, meðal annars til að leiða í ljós hvaðan leikarinn fékk lyfið.

People greinir nú frá því að rannsóknin sé á lokastigum og það sé mat lögreglu að fjöldi einstaklinga eigi sök í málinu. Það er svo undir ákæruvaldinu komið hvort að þessir einstaklingar verði dregnir til ábyrgðar eða ekki.

Leikarinn hafði áratugum saman glímt við fíknisjúkdóm og var að gangast lyfjameðferð með ketamíni áður en hann lést. Ketamín er notað til að meðhöndla bæði verki og þunglyndi í litlum skömmtum, en leikarinn hafði leitað til meðferðarstofnunar í Sviss á meðan á faraldri Covid stóð. Ljóst er þó að sá skammtur sem dró hann til dauða var langt umfram meðferðarskammt og er því talið að leikarinn hafi orðið sér úti um lyfið með ólögmætum hætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“