fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Leikarinn lýsir því hvað hann upplifði á meðan hann var dáinn – „Þetta er stórkostlegt“

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jeremy Renner lenti í hræðilegu slysi á Nýársdag árið 2023 þegar hann lenti undir snjóruðningsbifreið sinni. Leikarinn slasaðist alvarlega og lá um tíma þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hann er í dag á góðum batavegi en segir slysið hafa breytt lífi sínu til frambúðar. Hann opnar sig um þennan örlagaríka dag í viðtali við Mens Health þar sem hann lýsir því hvernig það var að deyja.

Eins og áður hefur komið fram þá stökk Renner fyrir snjóruðningstæki til að bjarga frænda sínum. Fyrir vikið varð hann sjálfur undir tækinu og hlaut alvarlega áverka sem leiddu til þess að líf hans fjaraði út áður en sjúkraliðum og svo læknum tókst að bjarga honum. Hann braut rúmlega 38 bein, hlaut innvortisáverka, missti mikið blóð og hlaut bæði heyrna- og sjónskerðingu.

Á meðan hann beið eftir viðbragðsaðilum reyndi hann að einbeita sér að því einu að anda. Þar sem sex rifbein höfðu brotnað á 14 stöðum og annað lunga hans var fallið saman var hver andardráttur átak. Eftir að hafa erfiðað við öndun hátt í klukkustund fann leikarinn hvernig þreytan helltist yfir hann og samhliða því friður.

Nágranni Renner var með honum þegar hann hætti að anda og hjarta hans stoppaði um stund. Leikarinn segist muna eftir því hvað tók við eftir að lífið hafði fjarað út. Eftir þessa reynslu óttast hann ekki dauðann. Þegar hans tími komi þá muni hann fagna því að losna undan eigin líkama. Líkaminn sé takmörkun og án hans eru engin takmörk.

„Ég er samt glaður að vera hér enn og mun halda áfram að safna mér minningum til að taka með mér þegar ég segi skilið við þetta líf. Þessar minningar með ástvinum okkar, þær eru eilífar. Við tökum þær með okkur þegar við kveðjum. Það er allt í veröldinni tengt. Enginn tími, enginn staður, ekkert rými. Þetta er stórkostlegt. Þarna er auga hugans. Ekki sjón eins og við þekkjum enda þarftu enga sjón þegar þú ert dáinn. Sjónin er hluti af þessum heimskulegu líkamlegu hlekkjum. En auga hugans, það fylgir þér. Þú sérð með huganum. Þannig er dauðinn. Þannig er að vera dauður – það sem þú getur séð þegar þú lokar augunum. Stórkostlegt, dásamlegt. Allir sem þú elskar eru þarna líka. Það eru engin takmörk nema þitt eigið ímyndunarafl. Þetta er hrein og tær gleði, umvefjandi friður, þægilegur friður. Skyndilega ertu tengdur öllum heiminum. Allri ástinni, allt frá þeirri sem þú barst til kennarans sem þú varst skotin í sem krakki yfir í allt annað. Þetta er allt þarna. Stöðugt, eilíft og óendanlegt. Þetta er magnað.“

Þetta geri að verkum að leikarinn finnur fyrir engri örvæntingu og segir að hann muni „aldrei eiga slæman dag aftur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“