fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Kærastinn féll harkalega í gildruna – „Hann er á leiðinni að hitta konu sem er ekki til“

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 11:04

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Kendel Kirk lagði gildru fyrir kærastann. Hana grunaði að hann væri að fara á bak við hana, þannig hún stofnaði aðgang á Bumble og þóttist vera kona að nafni „Jessy.“

Þar fann hún fljótlega kærastann sem varð strax hrifinn af „Jessy.“ Þau byrjuðu að spjalla og hann bað hana um að hitta sig samdægurs, sem „Jessy“ samþykkti.

Kendel birti myndband af sér í rólegheitum heima á meðan kærastinn var á leiðinni „Jessy“.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og hafa tæplega 500 þúsund manns líkað við það þegar þessi frétt er skrifuð.

@kendelkirk06 #cheatersgettingcaught #busted #bumble #dating #single ♬ Please Please Please – Sabrina Carpenter

Kendel fór yfir söguna betur í öðru myndbandi.

„Ég lét hann mæta á hótel þar sem „Jessy“ átti að vera með herbergi,“ segir hún.

Kendal var í samskiptum við kærastann sem „Jessy“ á meðan hann var að bíða eftir henni í anddyri hótelsins.

„Klukkan 20:25 sendi hann: „Pabbi er hérna.“ Ég sagði: „Ég er enn að gera mig til, viltu að ég komi niður og nái í þig og þú bíður uppi í herbergi á meðan ég klára að gera mig til?“ Hann líkaði við það og fimm mínútum seinna spurði hann: „Ertu að koma niður?“ Klukkan 20:48 sagði ég: „Já, er á leiðinni. Hvar ertu?“ Hann sagði: „Við útidyrahurðina.“ Klukkan 20:51 sagði ég: „Ókei, ég þarf að taka rúllurnar úr hárinu, vil ekki vera með þær þegar þú sérð mig.“ Klukkan 21:01 sagði hann: „Hmmm…“ Ég held að á þessum tímapunkti hafi hann áttað sig á að það væri einhver að plata hann.“

Kendel blokkaði kærastann á gerviaðganginum og talaði ekki aftur við hann sem „Jessy.“

„Við vorum saman í fjóra og hálfan mánuð en við vorum búin að tala um að við værum kærustupar og værum ekki að tala við eða hitta annað fólk. Hann talaði oft um að við værum í lokuðu sambandi. Daginn sem hann var að daðra við „Jessy“ hringdi hann í mig og við töluðum saman í hálftíma um sambandið okkar, um næstu þrjá mánuði og hvað við ætluðum að gera saman,“ segir Kendel.

@kendelkirk06 Replying to @kc a lil update #cheatersgettingcaught #busted ♬ original sound – Kendel Kirk

Daginn eftir þetta allt saman sendi Kendel kærastanum skilaboð.

„Vinkona mín Jessy sagði mér allt. Hvernig gastu gert mér þetta?“

Hann svaraði og sagði: „Barnalegt, bless.“

@kendelkirk06 Replying to @BRIDGET BULLION why I don’t ghost without explaining #greenscreen #update #cheatersgettingcaught #dating #single #singlelife ♬ original sound – Kendel Kirk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“