fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Furðulega nýja ferðatrendið sem karlmenn elska – Allt sem þú þarft að vita um „raw dogging“

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 10:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nýtt ferðatrend að vekja mikla athygli og það er kallað „raw dogging.“ Það er að slá í gegn, sérstaklega hjá karlmönnum sem hafa verið að birta myndbönd af sér fylgja trendinu.

„Raw dogging“ snýst um að gera gjörsamlega ekkert í flugi. Það má ekki horfa á sjónvarpið, hanga í símanum, hlusta á tónlist, lesa bók eða tímarit. Það má heldur ekki borða. Sumir ganga svo langt og sleppa því að drekka vatn.

Bandarískur áhrifavaldur vakti athygli á tilkomu trendsins á TikTok. „Ég hef aldrei séð jafn marga vera að „raw dogging“ í einu flugi,“ sagði Michelle í myndbandi á TikTok.

„Fólk var bókstaflega bara að stara beint fyrir framan sig. Þetta var fimm klukkutíma flug!“

Episode 2. Idris Elba in "Hijack," premiering June 28, 2023 on Apple TV+.
Skjáskot/Hijacked

Sumir segja að það sé hægt að rekja þetta trend til Apple TV+  sjónvarpsþáttanna Hijacked þegar persóna Idris Elba, Sam Nelson, þurfti að sitja rúmlega sjö tíma flug án þess að gera nokkuð annað, meðal annars borða, því óprúttnir aðilar höfðu tekið yfir flugvélina.

NY Post greinir frá því að „raw dogging“ snýst um að einstaklingar láti reyna á eigin þolmörk, bæði andleg og líkamleg.

„Ég var að „raw dogga“ sjö tíma flug (persónulegt met),“ sagði breski plötusnúðurinn Wudini í myndbandi á TikTok, hann er með yfir þrettán milljónir fylgjenda á miðlinum.

„Engin heyrnartól, engin bíómynd, ekkert vatn, ekkert. Ótrúlegt. Heilinn minn þekkir engin takmörk.“

Screenshot of UK DJ Wudini raw-dogging a flight.
Skjáskot/TikTok

Aðrir netverjar hafa tekið þátt í nýja ferðatrendinu. Einn sló persónulegt met þegar hann horfði bara á flugkortið allt flugið, sem var ellefu klukkutímar.

A screenshot of a raw-dog flyer's in-flight map.

Ástralski tónlistarmaðurinn Torren Foot gerði bókstaflega ekkert í fimmtán klukkutíma flugi.

Screenshot of Torren Foot raw-dogging a flight.

En þetta trend er ekki bara fyrir karlmenn. Myndband sem ferðaáhrifavaldurinn Sophi Cooke birti af móður sinni vakti mikla athygli, en hún gerir þetta í hverju flugi og hefur gert það um árabil.

@cookestraveltok Queen Pat 😇 #travel #airplane #traveltok #europe #traveltiktok #europe2023 #swissair #airline ♬ original sound – SophiAndyTravel

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“