fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Fiskikóngurinn forviða eftir að banki hans til 30 ára neitaði að kannast við hann – „Hvers vegna er þetta svona flókið?“

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskikóngurinn og pottameistarinn Kristján Berg er mögulega ekki sá sem hann segist vera. Í það minnsta ef marka má viðbrögð viðskiptabanka hans þegar Kristján leitaði þangað á dögunum til að endurnýja rafræn skilríki sín. Athafnamaðurinn furðar sig á því hvað kerfið er orðið flókið og óþjált. Nú er það svo að bankinn sem hann hefur beint viðskiptum sínum til í 30 ár, neitar að þekkja hann því tölvan segir nei.

Kristján greinir frá raunum sínum í færslu á Facebook. Hann fékk þau svör frá bankanum að þar gæti hann endurnýjað rafræn skilríki ef hann mætti í útibú með önnur löggild skilríki, svo sem ökuskírteini eða vegabréf. Kristján tók því bæði plastökuskírteinið og það rafræna með sér.

„Mér var hinsvegar snúið út úr bankanum og fór í fýluferð þangað,“ segir Kristján en bankinn tók ekki rafræna ökuskírteinið gilt og ekki heldur plastkortið þar sem myndin á því þótti of snjáð.

„Ég hef verið í sama bankanum í 30 ár. Allir þekkja mig í bankanum og sennilega birtist mynd af mér hjá gjaldkera þegar hún opnar skjáinn hjá sér. Það er ekki hægt að opna bankareikning nema vera með kennitölu og gild skilríki. Ég þarf að undirgangast áreiðanleikakannanir á 2 ára fresti í gegnum bankann vegna fyrirtækja minna. Ökuskírteinið mitt er ennþá í gildi og gildir til ársins 3041, en gildir víst ekki í þessu samhengi. Rafræna ökuskírteinið mitt gildir heldur ekki í þessu samhengi.“

Kristján segir að fyrir um 7-8 árum hafi hann orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og tapað við það miklum peningum. Lögreglan gerði ekkert þrátt fyrir kæru. En þegar komi að því að endurnýja persónuskilríki, þá allt í einu eigi allt að vera skothelt.

„Ef það dugar ekki að mæta í eigin persónu inní sitt útibú, sinn viðskiptabanka til 30 ára með ökuskírteini og rafræn skilríki þá er eitthvað bogið við þetta regluvert, hvort sem það er í bankanum eða hjá því fyrirtæki sem græjar þessi rafrænu skilríki. Þarf að skila lífsýni, eða pissuprufu? Ég vil benda á að sumir eru t.d. ekki með ökuskírteini eða hafa ekki vegabréf“

Kristján veltir því fyrir sér hvað þetta þýði fyrir ökuréttindi hans. Ef bankinn neitar að taka ökuskírteinið gilt, þýðir það að Kristján er ekki lengur með ökuréttindi þó að ökuskírteini beri með sér að gilda fram til 2041?

„Hvers vegna er þetta svona flókið? Þarf þetta að vera svona flókið?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“