fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 21:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri missti nýverið móður sína en ofan á það áfall bættist annað við. Pabbi hennar var of fljótur að jafna sig að hennar sögn og ekki bætti úr skák að hann sé byrjaður með bestu vinkonu hennar.

Konan er 26 ára og pabbi hennar er 51 árs. Vinkona hennar er á svipuðum aldri og hún.

Hún skrifaði bréf til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Vinkona mín var endalaust að beila á mér í ræktinni til að sofa hjá pabba mínum. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Hlæja því hvaða 28 ára kona vill vera með fimmtugum karlmanni? Gráta því elskulega mamma mín dó á annan í jólum í fyrra.“

Konan kynntist vinkonu sinni í vinnunni fyrir fjórum árum og þær hafa verið óaðskiljanlegar síðan.

„Hún var stoð mín og stytta þegar mamma greindist með krabbamein snemma árs 2023. Hún kom heim til okkar með mat, kom með okkur í læknistíma og þegar mamma var lögð inn þá var hún heima með pabba á meðan ég var hjá mömmu og svo skiptum við,“ segir hún.

„Hún passaði að ég myndi hafa nóg að gera eftir að mamma dó. Við keyptum okkur líkamsræktarkort saman en eftir að hafa verið duglegar að mæta saman í tvær vikur byrjaði hún að beila á mér með engum fyrirvara.

Fyrir tveimur vikum var ég eitthvað slöpp og hætti við að fara í spinning og fór heim. Mér fannst skrýtið að sjá bíl vinkonu minnar í innkeyrslunni og þegar ég gekk inn um dyrnar heyrði ég einhverja hvísla í skelfingu. Síðan sá ég þau og það var mjög augljóst hvað þau höfðu verið að gera, þar sem þau voru að reyna að hneppa tölum og klæða sig með hraði.

Ég hef ekki mætt í vinnuna síðan þetta gerðist.

Pabbi segir að þau séu ástfangin en þetta er fáránlegt.“

Ráðgjafinn svarar:

„Fólk getur hagað sér óskynsamlega þegar það hefur misst ástvin, en ég skil af hverju þú ert í uppnámi.

Þér líður eins og vinkona þín hafi svikið þig og pabbi þinn átti líka þátt í þessu. Með því að einblína á vinkonu þína er pabbi þinn að flýja raunveruleikann að hafa misst móður þína.

Hvort sem þetta samband sé tímabil eða eitthvað til frambúðar, þá skaltu hvetja pabba þinn til að leita sér faglegrar aðstoðar til að kljást við missinn.

Aðeins pabbi þinn eða vinkona þín geta ákveðið hvort þetta samband sé að fara að ganga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Í gær

Tvíburasystir Aaron Carter vissi að hann myndi deyja fyrir aldur fram – „Ég held að hann hafi einnig vitað það“

Tvíburasystir Aaron Carter vissi að hann myndi deyja fyrir aldur fram – „Ég held að hann hafi einnig vitað það“
Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers