fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Dóttir Christinu Applegate greind með POTS

Fókus
Miðvikudaginn 26. júní 2024 14:29

Mæðgurnar Christina Applegate og Sadie Grace. (Mynd: Emma McIntyre/FilmMagic/GettyImages)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára dóttir leikkonunnar Christinu Applegate, Sadie Grace, greindist nýlega með sjúkdóminn POTS. Christina greindist með MS-sjúkdóminn árið 2021.

MS er ólæknandi taugasjúkdómur þar sem taugafrumur í heila og mænu skemmast.

„Ég er eiginlega í helvíti. Ég fer ekki mikið út, þannig þetta er frekar erfitt, bara fyrir kerfið mitt,“ sagði Applegate í Good Morning America í mars.

Lítt þekktur sjúkdómur

Leikkonan heldur úti hlaðvarpinu MeSsy ásamt leikkonunni Jamie-Lynn Sigler. Sadie var gestur í nýjasta þætti og hún opnaði sig um greininguna.

POTS er lítt þekktur sjúkdómur sem orsakast af röskun í taugakerfi. Á Heilsuveru kemur eftirfarandi fram um sjúkdóminn:

Aukin hjartsláttartíðni vegna stöðubreytingar (e. Postural orthostatic tachycardia syndrome) er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp.

Í þættinum sagði Sadie að þó hún hafi bara nýlega fengið greininguna þá hafi hún lifað með sjúkdómnum í langan tíma. Hún rifjaði upp þau mörgu skipti sem hún þurfti að leita til skólahjúkrunarfræðingsins, stundum sinnum oft á dag.

Mynd: John Shearer/Getty Images for ABA

„Ég var kannski í tíma og stóð upp og var alveg: „Ég þarf að fara til hjúkkunnar, ég get þetta ekki.“ Eða ég var í leikfimitíma og sagði: „Ég þarf að fara til hjúkkunnar,““ sagði Sadie og bætti við að hún hafi fengið lítinn stuðning frá starfsfólki skólans.

„Það var sagt við mig að ég væri að þessu til að sleppa við tíma og að þetta væri bara kvíði.“

„Ég er sorgmædd“

Leikkonan sagðist miður sín að Sadie sé með sjúkdóminn.

„Ég er sorgmædd, en ég elska þig og ég veit að það verður í lagi með þig. Ég er til staðar fyrir þig og ég trúi þér. Takk fyrir að vekja athygli á þessu,“ sagði hún  við dóttur sína.

„Það að enginn gerði neitt í þessu í skólanum hafði bæði líkamleg og andleg áhrif á mig,“ sagði Sadie.

Christina viðurkenndi að hún hafi fyrst um sinn vísað einkennum dóttur sinnar á bug og haldið að þetta væri bara unglingaleti. „Mér líður hræðilega að við vorum ekki meira vakandi fyrir þessu,“ sagði hún.

Hlustaðu á þáttinn með Sadie hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“