fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Þekktastur sem hvítvínskonan – Kunni best við sig á leikskóla og segir já við öllum símtölum um vinnu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2024 20:30

Hjálmar Örn Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er svo stórkostlegt að mæta í vinnuna. Mér leið aldrei eins og mig langaði ekki að mæta. Þú kemur í vinnuna og það eru litlir krakkar sem koma hlaupandi á móti þér og faðma mig,“

segir Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur um bestu vinnuna sem hann hefur unnið við, á leikskóla. 

Hjálmar Örn hefur komið víða við á starfsævinni, auk þess að vinna á leikskóla vann hann sem bílasali í 12 ár og fleira. Í dag er hann þekktastur sem skemmtikraftur og veislustjóri, og í því hlutverki fer hann margoft í búning Hvítvínskonunnar, karakters sem varð til á samfélagsmiðlinum SnapChat.

Í viðtali við Friðrik Ómar Hjörleifsson í Félagsheimilinu á Rás 2 fer Hjálmar Örn yfir síðustu ár, en hann hefur verið í skemmtanabransanum í áratug og segist enn mjög spenntur fyrir starfi sínu og finnist hann enn nýr í bransanum.

Í dag er Hvítvínskonan aðeins notuð sem spari eða eins og Hjálmar Örn segir: „Núna er ég bara með hana í gæsunum, ég vernda hana og passa hana. Mér þykir mjög vænt um hana og hún er bara í gæsunum. Það er það skemmtilegasta sem ég hef fengið að gera, að hitta vinkonuhópa að skemmta sér. Strákar eiga ekki séns í þetta. Það er ekkert eins og vinkonur að koma saman og skemmta sér.“

Hjálmar Örn segist hafa átt þann draum að verða leikari sem barn og vera í skemmtanabransanum. Lífið tók hins vegar við. 

„Ég var ómenntaður og þorði ekki að sækja um í leiklistarskólanum. Svo tekur lífið við. Þú eignast börn, giftir þig, ferð að vinna og þarft að sjá fyrir þér.“

Hjálmar Örn segir símtal frá Hraðfréttamanninum Fannari Sveins hafa breytt lífi hans þegar hann bauð honum hlutverk í sjónvarpsþáttunum Útilega sem sýningar hefjast á í október næstkomandi. „Lífið mitt núna er næstum því bara fyrir og eftir þessa þætti, það er bara þannig. Þetta var stórkostleg upplifun.“„Ég hélt ég væri ekki staðnaður, alltaf að gera eitthvað nýtt og fara út um allt og skemmta og mikið líf. En ég var kominn í komfort og þetta var rosalega gott fyrir mig og gerði mig að enn betri manneskju,“ segir segir Hjálmar Örn.

Segist hann elska það sem hann vinnur við í dag og alltaf til í fleiri svona símtöl:

„Mér finnst enn þá svo gaman að fá símtöl. Ég segi alltaf: Jess, ég kem.“

Hlusta má á viðtalið við Hjálmar Örn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?