fbpx
Laugardagur 29.júní 2024
Fókus

Sjaldséð sjón: Sonur Pierce Brosnan glímir við fíknivanda – 20 ár síðan pabbi hans lokaði á hann

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 13:29

Mynd: Leon Bennett/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Brosnan, sonur leikarans Pierce Brosnan, lét sjá sig á almannafæri á dögunum, sem var afar sjaldséð sjón þar sem hann heldur sig að mestu úr sviðsljósinu.

Það eru tæplega tuttugu ár liðin síðan faðir hans lokaði á hann vegna fíknivanda hans.

Christopher, 51 árs, starfaði sem aðstoðarleikstjóri við kvikmyndir föður síns: Tomorrow Never Dies (1997), The World Is Not Enough (1999) og Robinson Crusoe (1997).

Paparazzi ljósmyndari náði myndum af Christopher í erindagjörðum í London. Page Six birti myndirnar.

Blóðforeldrar Christopher eru fyrsta eiginkona Pierce, Cassandra Harris, og fyrrverandi eiginmaður hennar, Dermot Harris.

Pierce, 71 árs, ættleiddi bæði Christopher og systur hans, Charlotte Brosnan, árið 1986 þegar Dermot féll frá.

Cassandra lét lífið eftir baráttu við krabbamein árið 1991. Þau eignuðust soninn Sean Brosnan, 40 ára, saman.

Pierce giftist síðan núverandi eiginkonu sinni, Keely Shaye Brosnan, árið 2001. Þau eignuðust tvo syni, Dylan Brosnan, 27 ára, og Paris Brosnan, 23 ára.

Opnaði sig um vanda sonar síns

Christopher hefur lengi glímt við fíknivanda og oft komist í kast við lögin. Pierce lokaði þess vegna á hann fyrir tveimur áratugum.

„Christopher er ennþá mjög týndur. Því miður. Ég veit hvar hann er en líf hans er mjög erfitt,“ sagði leikarinn við Playboy tímaritið árið 2005.

„Ég get bara haldið í vonina að hann muni ná bata. Hann er búinn að láta alla í fjölskyldunni ganga í gegnum þrekraun en enginn hefur haft það jafn erfitt og hann. Hann veit hvernig hann á að komast út úr þessu en hann vill það ekki.“

Pierce sagði að þetta væri sársaukafullt. „Þú getur aldrei alveg lokað á þau, en ég hef lokað á Christopher.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barbie-sýning opnar í næstu viku

Barbie-sýning opnar í næstu viku
Fókus
Í gær

Kelly Clarkson varð kjaftstopp þegar Laufey sagði henni hvernig „Björk“ er borið fram

Kelly Clarkson varð kjaftstopp þegar Laufey sagði henni hvernig „Björk“ er borið fram
Fókus
Í gær

Sigríður var ein af þeim sem sakaði Gunnar í Krossinum um kynferðisofbeldi – „Burtséð frá þessu öllu þykir mér vænt um hann“

Sigríður var ein af þeim sem sakaði Gunnar í Krossinum um kynferðisofbeldi – „Burtséð frá þessu öllu þykir mér vænt um hann“
Fókus
Í gær

FKA konur fögnuðu Kvenréttindadeginum með sendiherra Danmerkur

FKA konur fögnuðu Kvenréttindadeginum með sendiherra Danmerkur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn forviða eftir að banki hans til 30 ára neitaði að kannast við hann – „Hvers vegna er þetta svona flókið?“

Fiskikóngurinn forviða eftir að banki hans til 30 ára neitaði að kannast við hann – „Hvers vegna er þetta svona flókið?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn féll harkalega í gildruna – „Hann er á leiðinni að hitta konu sem er ekki til“

Kærastinn féll harkalega í gildruna – „Hann er á leiðinni að hitta konu sem er ekki til“