fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Komin með nóg af hækkandi leigu – „Fyrir hvað er ég að borga?!“

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 10:29

Skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hefur framfærslukostnaður heimila um allan heim hækkað. Verðbólgan hefur rokið upp úr öllu valdi og hafa vextir húsnæðislána hækkað í takt við það.

Þetta hefur haft áhrif bæði á íbúðareigendur og leigjendur.

Anina Moser er ein af mörgum sem er komin með nóg af þessu. Hún er einstæð móðir í Ástralíu og er að verða ráðþrota vegna hækkandi leigu.

Hún deildi áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum og skiptust netverjar í fylkingar. Sumir tóku undir með henni á meðan aðrir, þá aðallega íbúðareigendur, sýndu henni lítinn stuðning og sögðu hana ekki skilja hversu erfitt þetta væri fyrir þá.

„Ég er svo reið“

„Leigumarkaðurinn er í algjöru rugli,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.

„Það var verið að hækka leiguna hjá mér, aftur. Ég er svo reið. Þetta er óskiljanlegt. Fyrir hvað er ég að borga?“

Moser sagði að íbúðin sem hún er að leigja hafi versnað frá því að hún flutti inn, en ekki skánað og sagði að það væri því ekki hægt að réttlæta hækkunina.

„Þegar ég flutti inn í Covid-faraldrinum þá borgaði ég rúmlega 63 þúsund krónur á tveggja vikna fresti, nú borga ég 80 þúsund krónur. Fyrir hvað er ég að borga aukalega?“

@aninasaramoser Genuinely WHAT THE FUCK AM I PAYING FOR 🤬🤬🤬 its a 2 bedroom 1 bathroom house that is so small and actually falling apart. The rental market is completely FUCKED. If you see me living on the street no you didn’t. #rentincrease #melbournerental #melbournerentalmarket #fyp ♬ original sound – Anina Moser

Moser er ekki sú eina sem er að lenda í þessu en leiguverð í Ástralíu hefur hækkað um sautján prósent síðastliðið ár.

„Þetta er mjög lítil íbúð, með tveimur svefnherbergjum, í mjög gömlu húsi með myglu og alls konar,“ sagði hún.

„Síðan ég flutti inn hefur leigan hækkað og heldur bara áfram að hækka. Það er svo pirrandi og mér finnst það ekki sanngjarnt, sérstaklega út af öllu öðru sem er að hækka.“

Húsnæðislán hækka líka

Myndband Moser féll ekki vel í kramið hjá íbúðareigendum.

„Húsnæðislánið mitt var 46 þúsund krónur á viku og núna er það 93 þúsund krónur á viku. Velkomin í raunveruleikann,“ sagði einn netverji.

„Byrjaðu að spara strax. Ekki fara á kaffihús, í ferðalög, á tónleika eða kaupa þér fín föt og treystu mér, þú munt geta keypt þér íbúð. Ég gerði það,“ sagði annar.

Aðrir gáfu ráð

Moser fékk meiri skilning frá öðru fólki á leigumarkaðinum.

„Ég er að borga 71 þúsund krónur á viku fyrir þriggja herbergja íbúð sem er öll út í myglu og alveg að detta í sundur. Ég finn til með þér,“ sagði einn.

Moser sagði að hún væri í ömurlegum aðstæðum. Hún hefur ekki efni á því að leggja pening til hliðar og spara, og þar með mun hún að öllum líkindum vera föst á leigumarkaðinum um ókomna tíð.

„Ég hef áhyggjur af því að þetta muni halda svona áfram og á ákveðnum tímapunkti muni ég eiga í fjárhagslegum erfiðleikum,“ sagði hún.

Moser sagði að það væri erfitt aðvera einstætt foreldri árið 2024. „Öryggi dóttur minnar er í forgangi og þess vegna er ég ekki að leita mér að herbergisfélögum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt