fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Brjálaður út í Amazon fyrir að breyta goðsagnakenndu plakati myndarinnar

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Matthew Modine, sem fór með stórt hlutverk í stórmyndinni Full Metal Jacket í leikstjórn Stanley Kubrick, er allt annað en sáttur við Amazon fyrir að breyta plakati myndarinnar.

Full Metal Jacket kom út árið 1987 og er ein þekktasta stríðsmynd allra tíma en hún segir frá bandarískum hermönnum í Víetnam stríðinu.

Hægt er að leigja myndina á vef Amazon en athygli vekur að búið er að fjarlægja áletrunina „BORN TO KILL“ af hermannahjálminum sem prýðir plakat myndarinnar.

Modine vakti athygli á þessu á X og var ekki mjög hrifinn ef marka má færslu hans. Spurði hann hver hefði tekið ákvörðunum að fjarlægja áletrunina af og benti á að verið væri breyta einstakri hönnun listamannsins Philip Castle sem hannaði plaköt fyrir nokkrar myndir Stanley Kubrick.

Sá sem hefði tekið þessa ákvörðun hefði misskilið hönnunina og skilaboðin á hjálminum hrapallega. Við hlið áletrunarinnar „BORN TO KILL“ sé til dæmis friðarmerkið og þessar tvær andstæður eigi að varpa ljósi á svokallaða tvíhyggju manneskjunnar – heimspekilega kenningu þess efnis að hugur og líkami séu algjörlega aðskild fyrirbæri.

Modine fór með hlutverk Private Joker í myndinni en persóna hans ber einmitt þennan títtnefnda hjálm á höfði sér í myndinni.

Í ævisögu Modine frá árinu 2005 fjallaði hann meðal annars um atvik á setti myndarinnar og samstarfið með Stanley Kubrick sem var á köflum erfitt.

Modine segir að Kubrick hafi til dæmis bannað honum að fara á fæðingardeildina þar sem eiginkona hans var að eignast barn þeirra. „Hún er að eignast barn, ekki þú. Þú verður bara fyrir,“ á Kubrick að hafa sagt. Hann hafi þó gefið eftir þegar Modine hótaði að hætta við þátttöku sína í myndinni.

Þegar Modine sneri aftur á sett sagði hann kollegum sínum að nafn barnsins væri Boman. Kubrick brást illur við og spurði hvers vegna hann hafi ekki gefið barninu „eðlilegt“ nafn.

Í frétt New York Post kemur ekki fram hvers vegna plakati myndarinnar var breytt og hafa engin svör borist frá Amazon. Fylgjendur Modine á X tóku flestir undir gagnrýni hans og sögðu sumir að hér væri komið fram enn eitt dæmið um það þegar ritskoðun er stunduð á goðsagnakenndri list.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum