fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Sýnir muninn á Íslandi og Bandaríkjunum – „Og ég elska það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 11:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona, sem kallar sig Chaos Confetti á TikTok, heimsótti Ísland í vor.

Hún hefur verið dugleg að deila vangaveltum sínum um Ísland á miðlinum. DV fjallaði um það þegar hún áttaði sig á því hversu öruggt Ísland er miðað við heimaland hennar.

Sjá einnig: Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Í nýju myndbandi ber hún aftur saman Ísland og Bandaríkin, en í öðru samhengi.

„Ég er núna í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum og þar er risastór foss. Ég ætla að sýna ykkur svolítið sem mér finnst fyndið, muninn á Íslandi og Bandaríkjunum,“ segir hún og snýr myndavélinni við.

„Hér er búið að malbika alla göngustígana og setja kant, en á Íslandi er þetta meira svona: „Hér er kaðall, ekki detta og megi líkurnar ævinlega vera þér í hag.“ Og ég elska það.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@chaos_confetti #iceland #stayinconvenient #yosemite #amtraktour #amtrakaway ♬ original sound – Chaos_Confetti 🍉

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum