fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Gengu á brjóstahaldara maraþongöngu kringum Mývatn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 13:30

Mynd frá göngunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Suzy Bennett ákvað að taka þátt í 42 km Full Moon MoonWalk eftir að móðir hennar greindist með brjóstakrabbamein. Bennett sem er búsett í Plymouth í Bretlandi gekk gönguna á Íslandi en ágóði göngunnar rennur til góðgerðarsamtaka fyrir brjóstakrabbamein.

Gangan hófst klukkan 23 að breskum tíma (klukkan 22 að okkar tíma) í kringum Mývatn og tók gangan Bennett níu klukkustundir að klára, en hún barðist við mikinn vind á leiðinni. Bennett sagðist vera „mjög stolt“ yfir því að hafa lokið sínu fyrsta maraþonmóti.

Bennett gekk þó sannarlega ekki ein því um 40 manna hópur kom hingað til lands af þessu tilefni og heldur heim á morgun.

Suzy Bennett

„Að ganga í brjóstahaldara“

„Sem betur fer er mamma laus við meinið, en ég hringdi í hana myndsímtal þegar ég kom yfir marklínuna, hún grét svolítið og ég grét líka. Ég var bara mjög stolt því ég hef aldrei gert neitt svona stórt áður og ég er bara mjög stolt af því að hafa klárað gönguna. Ég fór fram úr væntingum mínum um hversu miklu fé ég gæti safnað, fólk hefur verið mjög vingjarnlegt og gjafmilt.“

Bennett safnaði yfir 1.600 pundum (um 282 þúsund krónur) fyrir málefnið með því að klára gönguna um íslenskt landslag aðeins klædd brjóstahaldara að ofanverðu, sem er lykilatriði í góðgerðarviðburðinum.

„Þannig er reglan, að ganga í brjóstahaldara og því skrautlegri því betra,“ sagði hún. „Ég var að sjálfsögðu að fulltrúi Devon, svo ég var með glitrandi Devon-fána í hjartaformi sem var búinn til af heimakonu. Ég er líka fulltrúi Íslands með rauðu, hvítu og bláu röndunum og nokkrar pallíettur á bakinu.“

Bennett sagði að maraþongangan snerist „ekki bara um að safna peningum“ heldur einnig um að vekja athygli á einkennum brjóstakrabbameins.

„Brjóstakrabbamein mömmu greindist í brjóstamyndatöku, bara venjubundinni skimun. Hún var ekki með nein einkenni, þannig að hún bað mig að segja fólki að mæta í skimun. Brjóstakrabbamein er mjög algengt og það er auðvelt að meðhöndla það.“

Suzy Bennett

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum