fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Hélt að lífið væri búið eftir að unnustinn varð bráðkvaddur á brúðkaupsdaginn – Síðan áttu gróf svikin eftir að koma í ljós

Fókus
Sunnudaginn 23. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem átti að vera hamingjusamasti dagurinn í lífi Kaitlin Palmieri átti eftir að snúast upp í andhverfu sína þegar hún vaknaði á brúðkaupsdaginn og frétti að unnusti hennar væri látinn. Ekki nóg með það heldur átti Kaitlin eftir að komast að því að unnustinn hafði lifað tvöföldu lífi.

Kaitlin Palmieri er 38 ára frá New York. Árið 2018 kynntist hún hinum heillandi Eric á stefnumótasíðu og varð fljótt yfir sig ástfangin. Hann var þeim eiginleika gæddur að öllum leið þægilega í kringum hann.

„Hann hafði þennan dynjandi fyndna hlátur. Ég laðaðist gríðarlega að þessu sjálfstrausti og skopskyni.“

Eric fór á skeljarnar í desember árið 2019 og ætluðu þau að ganga í hjónaband í ágúst 2020.

Að amerískum sið komu Kaitlin og Eric saman með sínum nánustu kvöldið fyrir brúðkaupið til að æfa veisluhöldin. Allt gekk vel og spenningurinn var í hámarki. Morguninn eftir vaknaði Kaitlin við símtal frá móður sinni sem greindi henni frá því að Eric hefði verið bráðkvaddur um nóttina.

„Ég bara brotnaði niður. Það bara slökknuðu öll ljós hjá mér og ég gafst upp. Mér fannst engin tilgangur í neinu og að lífi mínu væri lokið,“ segir Kaitlin í samtali við Inside Edition.

Svikin komu í ljós þremur árum síðar

Eric var bara 33 ára. Kaitlin segir að hann hafi verið heilbrigður og ekki með þekkta ættarsögu um hjartasjúkdóma. Hann hafði þó glímt við brjóstsviða og stundum fundið fyrir brjóstverk. Þessa nótt fékk hann svo hjartaáfall.

„Ef ég var ekki grátandi þá var ég sofandi eða í einhvers konar áfalli. Ég var skugginn af sjálfri mér. Allur vindur var farinn úr mér.“

Við tók erfiður tími sorgar sem Kaitlin hélt lengi að hún kæmist aldrei í gegnum. Sem betur fer voru vinir og fjölskylda til staðar fyrir hana. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi hjálpað henni mikið en þar gat hún rætt við aðra sem voru að syrgja Eric. En samfélagsmiðlar urðu þó ástæðan fyrir öðru áfalli. Þremur árum eftir að Eric varð bráðkvaddur sá hún færslu á Instagram frá annarri konu sem hafði merkt Eric og deilt hjartnæmri færslu í tilefni afmælis hans. Konan sú sagðist þakklát fyrir að hafa fengið að eyða seinasta afmælinu með Eric á meðan hann lifði.

Kaitlin kannaðist ekkert við þessa konu svo hún setti sig í samband við hana til að forvitnast um hvernig hún þekkti unnusta hennar heitin. Og þá varpaði þessi ókunnuga kona sprengju – hún var viðhaldið. Eric hafði haldið við hana allan tímann sem hann og Kaitlin voru saman.

„Ég vissi strax að þetta væri satt. Ég fékk að kynnast innri reiði sem ég hafði aldrei þekkt áður. Ég er ekki stolt af því hvernig ég svaraði þessari konu. Ég er viss um að sterkari einstaklingar hefðu brugðist við af meiri reisn, en ég er ekki ein þeirra. Ég er brotin. Ég er búin á því.“

Fyrrverandi lést líka óvænt

Til að bæta gráu ofan á svart reyndust viðhöldin vera fleiri. Kaitlin segir að þessi svik séu óbærileg, sérstaklega þar sem hún hafði gengið í gegnum annað erfitt áfall áður en hún kynntist Eric. Fyrrverandi kærasti hennar lést óvænt á 30 ára afmælisdag hennar í hörmulegu slysi. Hann hafði stungið sér til sunds, hálsbrotnað og í kjölfarið drukknað.

Þrátt fyrir þessi gífurlegu áföll segist Kaitlin ekki hafa gefist upp á ástinni. Hún ætlar að einbeita sér að því jákvæða og sleppa takinu af Eric og svikum hans. Hún segir þeim sem finna sig í myrkri að halda alltaf í vonina. Það komi dagur eftir þennan dag, þó útlitið sé svart.

„Leyfið ykkur að finna til. Það hljómar eins og klisja, en gerið það. Það verður allt í lagi. Þið hafið enn lífið framundan. Þið getið bjargað ykkur. Þið hafið styrkinn ef þið hafið trú, þið þurfið ekki neinn nema ykkur sjálf. Þið getið þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum