fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Ef þú kannast við þessi sjö atriði þá gætir þú verið í sambandi við narsissista

Fókus
Sunnudaginn 23. júní 2024 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðinu „narsissisti“ er reglulega flaggað núorðið um fólk þó að það sé ekki alltaf réttmæt. Það er munur á því hvort að fólk sé með narsissískar tilhneigingar, sem flestir einstaklingar gera sig seka um á einhverjum tímapunkti,  eða ef það er hreinlega með sjálfdýrkandi persónuleikaröskun (NPD – Narcissistic personality disorder). Hið síðara er blessunarlega nokkuð sjaldgæft en um 1% fólks eru með röskunina og er hún algengari hjá körlum en konum.

New York Post tók á dögunum saman sjö atriða lista . Ef einhver sem þú ert í sambandi við hegðar sér með þessum hætti þá gætir þú verið í sambandi við narsissista.

1. Ætlast til þess að fá svar strax

Narsissisti ætlast til að fá svar strax við skilaboðum sínum og hugsar ekkert út í það að mótaðilinn gæti verið upptekinn eða þá að tíminn sé ókristilegur. Ef þeir fá ekki svör með hraði þá senda þér oft frekjuleg skilaboð þar sem skýringa er krafist.

2. Sendir væmin skilaboð á marga aðila

Narsissistar þurfa stanslausa ást, aðdáun og athygli annarra. Þeir eiga það því til að senda sömu væmnu skilaboðin á marga aðila, kærustu, fjölskyldu og vini í von um að fá viðbrögð frá sem flestum.

3. Getur ekki slitið sig frá símanum

Narsissistum hættir til að verða háðir símanum sínum. Samfélagsmiðlar eru nefnilega kjörinn vettvangur til þess að fá athygli og aðdáun í formi pósta og skilaboð þar sem uppskeran eru læk, eitthvað sem narsisstar elska.

4. Svarar seint skilaboðum

Þrátt fyrir að narsisstar krefjist svara strax þá endurgjalda þeir ekki greiðann. Fólk getur þurft að bíða lengi eftir svörum frá þeim og skýringin kann að vera sú að það sé til þess að halda ákveðnum völdum í sambandinu.

5. Snöggur til að senda klúrar myndir

Narsissistar eru líklegir til þess að senda klúrar myndir, til að mynda hinar alræmdu typpamyndir, snemma í sambandinu. Það gera þeir til þess að fá viðbrögð og athygli, jafnvel hrós, en ekki síður til þess að forðast höfnun síðar.

6. Heldur mótaðilanum í lausu lofti

Það er algengt að narsissistar sendi mótaðila sínum skilaboð þar sem frekari upplýsingar vantar. Til að mynda gæti narsissisti játað því að hittast um kvöldið eða um helgina en svarar svo seint um síðir vangaveltum um hvar eigi að hittast eða hvað eigi að gera. Aftur er það til að halda ákveðnum völdum í sambandinu og halda mótaðilanum á tánum.

7. Sendir endurtekið sömu lögin eða myndir

Narsisstar vilja sífellt vera að minna á sig. Þeir geta því verið óþreytandi við að senda myndir frá gömlum ferðalögum, lög sem þi´fílið eða eitthvað annað sem að minnir á samband ykkar. Það gerir narsissistinn til að tryggja að hann sé alltaf í huga viðkomandi. Oftast vilja þeir iðulega fá staðfestingu á því að þú sérst ekki að fara yfirgefa vina- eða ástarsambandið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“

„Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum

Sunneva hleypir nýju sundfatatrendi af stokkunum