fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Krónprins Breta á afmæli – Eiginkonan birtir splunkunýja fjölskyldumynd

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2024 15:30

Katrín og Vilhjálmur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins er 42 ára í dag og af því tilefni deildi eiginkona hans, Katrín, skemmtilegri nýrri mynd af Vilhjálmi prins hoppandi af gleði með börnum þeirra George, Louis og Charlotte.

„Til hamingju með afmælið pabbi, við elskum þig öll svo mikið!“

Fjölskyldan er hversdagslega klædd í stuttbuxum, börnin í bolum og Vilhjálmur í hettupeysu, öll að leik við ströndina. Myndinni svipar til þeirrar  sem Katrín deildi af eiginmanni sínum og börnum á feðradaginn.

Á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar er afmælinu einnig fagnað og mynd birt af Vilhjálmi sem ungbarni í fangi föður hans Karls konungs. „Við óskum prinsinum af Wales innilega til hamingju með afmælið!“

Þjóðminjasafn konunglega sjóhersins birti einnig afmælisfærslu þar sem Vilhjálmi var hrósað fyrir „mikilvægt starfi hans hjá konunglega sjóhernum sem hluta af herþjálfun hans og lauk tveggja mánaða þjálfun árið 2008. Fjölbreytt þjálfun hans hefur verið til marks um skuldbindingu hans til að þjóna landi sínu.“ 

Síðastliðið ár hefur verið krefjandi hjá Vilhjálmi þar sem eiginkona hans og faðir greindust bæði með krabbamein, og er Katrín enn í meðferð. Hún dró sig frá opinberum skyldustörfum en kom fram ásamt fjölskyldu sinni síðastliðna helgi við Trooping the Color, þar sem orrustuþotur breska hersins flugu með litagleði og látum yfir Buckinghamhöll. Tilefnið var afmælisfögnuður Karls konungs, sem á þó ekki afmæli fyrr en í nóvember. Dagsetningin á sér rúmlega tveggja alda sögu og á rætur að rekja til Georgs II, sem var fæddur í október en vildi halda upp á afmælið sitt þegar veður var betra fyrir afmælisfögnuð.

Katrín deildi persónulegum skilaboðum til þjóðarinnar þar sem hún sagðist vera í góðu bataferli, en þó væri enn langt í land. Sagðist hún eiga góða daga og slæma og enn væru nokkrir mánuðir framundan í lyfjameðferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“