fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Krónprins Breta á afmæli – Eiginkonan birtir splunkunýja fjölskyldumynd

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2024 15:30

Katrín og Vilhjálmur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins er 42 ára í dag og af því tilefni deildi eiginkona hans, Katrín, skemmtilegri nýrri mynd af Vilhjálmi prins hoppandi af gleði með börnum þeirra George, Louis og Charlotte.

„Til hamingju með afmælið pabbi, við elskum þig öll svo mikið!“

Fjölskyldan er hversdagslega klædd í stuttbuxum, börnin í bolum og Vilhjálmur í hettupeysu, öll að leik við ströndina. Myndinni svipar til þeirrar  sem Katrín deildi af eiginmanni sínum og börnum á feðradaginn.

Á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar er afmælinu einnig fagnað og mynd birt af Vilhjálmi sem ungbarni í fangi föður hans Karls konungs. „Við óskum prinsinum af Wales innilega til hamingju með afmælið!“

Þjóðminjasafn konunglega sjóhersins birti einnig afmælisfærslu þar sem Vilhjálmi var hrósað fyrir „mikilvægt starfi hans hjá konunglega sjóhernum sem hluta af herþjálfun hans og lauk tveggja mánaða þjálfun árið 2008. Fjölbreytt þjálfun hans hefur verið til marks um skuldbindingu hans til að þjóna landi sínu.“ 

Síðastliðið ár hefur verið krefjandi hjá Vilhjálmi þar sem eiginkona hans og faðir greindust bæði með krabbamein, og er Katrín enn í meðferð. Hún dró sig frá opinberum skyldustörfum en kom fram ásamt fjölskyldu sinni síðastliðna helgi við Trooping the Color, þar sem orrustuþotur breska hersins flugu með litagleði og látum yfir Buckinghamhöll. Tilefnið var afmælisfögnuður Karls konungs, sem á þó ekki afmæli fyrr en í nóvember. Dagsetningin á sér rúmlega tveggja alda sögu og á rætur að rekja til Georgs II, sem var fæddur í október en vildi halda upp á afmælið sitt þegar veður var betra fyrir afmælisfögnuð.

Katrín deildi persónulegum skilaboðum til þjóðarinnar þar sem hún sagðist vera í góðu bataferli, en þó væri enn langt í land. Sagðist hún eiga góða daga og slæma og enn væru nokkrir mánuðir framundan í lyfjameðferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum