fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2024
Fókus

Leikarinn rýfur loks þögnina um sturluðu ásakanirnar – „Fólk var að kalla mig mannætu og allir trúðu því?“

Fókus
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Armie Hammer hefur nú tjáð sig um ásakanir um að hann sé mannæta, en hann segir þessar furðulegu ásakanir hafa rústað ferli sínum. Hann hefur hingað til haft sig hægan eftir að fyrrverandi kærustur hans, Courtnay Vucekovich og Julia Morrison stigu fram í heimildarmyndinni House of Hammer þar sem þær afhjúpuðu gróf skilaboð sem leikarinn hafði sent þeim þar sem hann talaði um draumóra sína um bindingar, nauðganir og mannát.

Hann ræddi þó um ásakanirnar um helgina í hlaðvarpinu Painful Lessons. „Það voru hlutir sem fólk var að segja um mig sem voru bara galnir.. að ég væri mannæta. Nú þegar nokkuð er liðið get ég litið til baka og sagt að þetta er stórfundið. Fólk var að kalla mig mannætu og allir trúðu því? Hvernig er ég mannæta? Þetta er sturlað, er það ekki?“

Hammer segist þakklátur fyrir allt þetta uppþot í dag. Þegar ásakanirnar komu fram var hann ekki á góðum stað í lífinu. Hann kunni ekki að elska sjálfan sig. Mannætu-sögurnar gerðu út af við feril hans í Hollywood og þurfti leikarinn að horfast í augu við sjálfan sig. Hann lærði auðmýkt og lærði að það skiptir máli hvaða fólk hann hefur í sínu lífi.

„Þetta gekk frá mér. Þetta drap egó-ið mitt. Þetta drap allt þetta fólk í kringum mig sem ég hélt að væru vinir mínir en reyndust þó ekki vera það. Allt þetta fólk lét sig hverfa með hraði,“ sagði leikarinn en tók fram að eftir stóð hann sjálfur og sem betur fer hafði hann enn heilsuna og fyrir það er hann þakklátur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dóttir Katie Holmes og Tom Cruise sendi pabba sínum óræð skilaboð með þessu

Dóttir Katie Holmes og Tom Cruise sendi pabba sínum óræð skilaboð með þessu
Fókus
Í gær

Þetta er konan á bak við gríðarlega vinsæla „hawk tuah“ myndbandið

Þetta er konan á bak við gríðarlega vinsæla „hawk tuah“ myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna svaf í sófanum og maðurinn hennar og sonur á bak við læstar dyr – „Maður vissi aldrei hvenær næsta kast yrði“

Erna svaf í sófanum og maðurinn hennar og sonur á bak við læstar dyr – „Maður vissi aldrei hvenær næsta kast yrði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að lífið væri búið eftir að unnustinn varð bráðkvaddur á brúðkaupsdaginn – Síðan áttu gróf svikin eftir að koma í ljós

Hélt að lífið væri búið eftir að unnustinn varð bráðkvaddur á brúðkaupsdaginn – Síðan áttu gróf svikin eftir að koma í ljós
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sean Penn þvertekur fyrir að hafa lamið Madonnu með hafnaboltakylfu

Sean Penn þvertekur fyrir að hafa lamið Madonnu með hafnaboltakylfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandið hangir á bláþræði eftir að hún fann myndbönd í símanum hans

Hjónabandið hangir á bláþræði eftir að hún fann myndbönd í símanum hans