fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2024
Fókus

Fjölmargir koma Svövu í 17 til varnar – „Skammist ykkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:42

Svava Johansen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir koma athafnakonunni Svövu Johansen, eiganda NTC, til varnar og segja öðrum að róa sig og reyna að setja sig í hennar spor.

Á laugardaginn kviknaði eldur í þaki Kringlunnar og kom verslunin Gallerí 17 verst út úr brunanum. Gallerí 17 er ein af verslunum NTC og sagði Svava að „þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð s vona tvo metra fyrir framan sig“ þegar hún lýsti aðkomunni á laugardaginn í viðtali hjá Vísi.

Orðanotkun hennar vakti mikla reiði en Vísir birti viðtalið með fyrirsögninni: „Þetta var bara eins og hryðjuverk.“

Sjá einnig: Orðanotkun Svövu í 17 vekur úlfúð

DV fjallaði um gagnrýnina í gær en í kjölfarið rigndi stuðningskveðjum yfir Svövu á Facebook-síðu DV.

„Fólk ætti að reyna setja sig í spor búðareigenda sem koma að búðinni sinni ónýtri eftir reyk og vatn og samhryggjast með því frekar en að snúa út úr orðum þess á meðan það er í áfalli. Skammist ykkar,“ skrifaði Ingimar Skúli Sævarsson, leiðsögumaður.

„Ég segi stundum: „Íbúðin mín lítur út fyrir að hafa lent í sprengjuárás.“ Kommon, róa sig í dómhörkunni kæra fólk. Verum frekar þakklát fyrir að eiga svona duglegt og flott fólk. Svava er mögnuð kona og veit vel muninn á þessu orði sem hún grípur til í sinni geðshræringu og alvöru hörmungum,“ sagði ein kona.

„Vá, hvað fólk er orðið óhugnarlega leiðinlegt sparðatíninga smáatriða óþolandi. Að pikka upp orð hennar um aðkomu búðarinnar og blása upp í rjáfur af stórhneykslun er dæmi um aðila sem sér allt i gegnum skráargat,“ sagði önnur og hafa 38 manns líkað við þá athugasemd.

„Og hvað, ég segi nú stundum að húsið mitt líti út eins og eftir kjarnorkusprengju,“ sagði einn netverji og tóku margir undir.

Svava Johansen
Mynd: Skjáskot visir.is

Fólk getur sagt alls konar þegar það er í áfalli

Sumir bentu á að Svava hafi skiljanlega verið í áfalli þegar viðtalið var tekið.

„Vá, hvað fólk er að kvarta bara til að kvarta og finnur þá eitthvað. Bara mjög eðlilegt að segja og fólk er í sjokki þegar tekið er viðtal við það. Reynið frekar að setja ykkur í þeirra spor. Ást og friður fólk,“ sagði annar netverji.

Margir sendu Svövu hlýjar kveðjur. „Konan er skiljanlega í sjokki. Þetta hlýtur að vera hræðileg lífsreynsla og hún á alla mína samúð.“

„Æi, fólk getur sagt alls konar og sumt óheppilegt þegar það er í sjokki. Það er auðvitað áfall að lenda í svona og aðkoman gæti hafa líkst hryðjuverkaásrás, ekki veit ég það. En auðvitað er hryðjuverkaárás hryllingur þar sem yfirleitt er manntjón og hörmungar sem eiga sér stað, af mannavöldum og með ásetningi. En plís, ekki dæma fólk í drasl fyrir það sem það segir undir álagi í örstuttu fjölmiðlaviðtali.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hefur aldrei fengið önnur eins viðbrögð – „Þá komu fjölmargir eldri jaxlar að mér til að þakka mér fyrir og sögðust hafa lent í því sama“

Hefur aldrei fengið önnur eins viðbrögð – „Þá komu fjölmargir eldri jaxlar að mér til að þakka mér fyrir og sögðust hafa lent í því sama“
Fókus
Í gær

Frægur tónlistarmaður látinn – Átti eitt vinsælasta lag ársins 2001

Frægur tónlistarmaður látinn – Átti eitt vinsælasta lag ársins 2001
Fókus
Fyrir 2 dögum

Baldur og Felix njóta lífsins í safaríi í Afríku

Baldur og Felix njóta lífsins í safaríi í Afríku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikari úr Pirates Of The Caribbean dáinn eftir hákarlaárás

Leikari úr Pirates Of The Caribbean dáinn eftir hákarlaárás
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands afhjúpar fullkomnu typpastærðina

Ein vinsælasta klámstjarna Bretlands afhjúpar fullkomnu typpastærðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fullyrðing Stefáns um ágreining tveggja hópa vekur athygli – „Sameiginlegt… hm, er það svo já?“

Fullyrðing Stefáns um ágreining tveggja hópa vekur athygli – „Sameiginlegt… hm, er það svo já?“