fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ekki gera þessa hluti í flugvél – Aldrei biðja um klaka í drykkinn þinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan Aislinn Swain, 23 ára, sem búsett er í Calgary í Kanada varar flugfarþega við fimm atriðum í myndbandi sínu á Instagram. Segir hún þetta eitthvað sem hún sjálf myndi aldrei gera um borð sem farþegi.

Swain sem hefur starfað sem flugfreyja í nokkur ár segir: „Ég hef talað við samstarfsmenn mína í gegnum árin um hluti sem við vildum að farþegar hættu að gera, og það eru alltaf sömu hlutirnir sem koma upp.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Aislinn Swain (@aislinnswain)

Í fyrsta lagi segir Swain að þú ættir aldrei að afhenda áhafnarmeðlimi ruslið þitt nema þeir óski eftir því sérstaklega. „Það eru margar ástæður fyrir því að þú ættir ekki að gera þetta. Í fyrsta lagi, ef við erum að fara yfir öryggismál, og þú ert að biðja okkur um að taka ruslið þitt, truflar það mikilvægt ferli. Eða ef við erum að bera fram mat, þá vill enginn að ég snerti sorp einhvers áður en ég gríp í matinn eða drykkinn fyrir viðkomandi, það er ömurlegt. Það er líka pirranri þegar farþegi er að rétta mér ruslið sitt þegar við erum ekki að safna því, vegna þess að ég er ekki með hanska þá. Við förum alltaf út að taka saman rusl að lokinni þjónustu og gerum það nokkrum sinnum á meðan á flugi stendur, þannig að þú hefur fullt af skiptum til að losa þig við ruslið þitt. Bíddu einfaldlega eftir einu af þessum skiptum eða farðu á salernið, því það eru alltaf ruslafötur þar. Þú getur líka notað ælupokann fyrir framan sætið þitt sem þinn eigin ruslapoka og síðan beðið okkur að taka hann.“

Langar þig í kaldan drykk?

Swain mælir með að farþegar sleppi því að biðja um klaka í drykkinn. „Þetta fer auðvitað eftir áhöfninni hverju sinni, en ég myndi ekki mæla með því að fá klaka um borð. Ég hef margoft séð flugfreyju mölva ísinn á gólfinu til að fá hann í smærri bita. Auk þess skipta þær ekki alltaf um hanska áður en þær fara í klakann og það er fullt af óhreinum stöðum um borð sem þær gætu hafa snert án þess að gera sér grein fyrir því. Allir drykkir eru í kæli um borð og ættu því að vera nægilega kaldir. Þú getur líka komið með þinn eigin klaka um borð frá einhverju af kaffihúsunum á vellinum.“

Mundu eftir sólarvörninni

Margir passa vel upp á sólarvörnina dags daglega en hvað með um borð? „Fólk vanmetur oft hversu sterk sólin er á lofti. Aðeins nokkrar klukkustundir að sitja í gluggasætinu jafngildir 20 mínútum á ljósabekk. Með því að nota ekki sólarvörn er meiri áhætta á að fá sortuæxli. Taktu með sólarvörn í ferðastærð til að setja á þig og/eða haltu glugganum niðri til að forðast útsetningu fyrir útfjólubláum geislum,“ segir Swain.

Vertu í skónum

Swain segir að farþegar ættu aldrei að fara úr skónum um borð. Í fyrsta lagi segir hún að fætur lykti og það er eitthvað sem ætti ekki að bjóða öðrum upp á. Í öðru lagi segir hún að farþegar ættu lágmark að vera í skónum við flugtak og lendingu.

„Þetta eru mikilvægustu áfangar flugsins, sem þýðir að ef neyðarástand kæmi upp og við þurftum að rýma þá verður þú að vera tilbúinn að fara,“ segir Swain.

„Einnig eru teppin í flugvélinni sjaldan þrifin og þú veist aldrei hvað munt stíga í. Baðherbergin eru nánast alltaf með einhvers konar vökva á gólfinu, oftast líkamsvökva sem lyktar ekki vel. Ef þú vilt endilega fara úr skónum taktu þá með þér inniskó til að vera í um borð.“

Swain segist elska vinnuna sína sem hún byrjaði í 18 ára. Hún segir starfið bæði erfitt og skemmtilegt.

„Að vera flugfreyja er svo skemmtilegt starf, en ekki eins og önnur störf á margan hátt, þú getur ekki orðið flugfreyja á einni nóttu. Í flestum störfum skilarðu inn ferilskránni þinni, ert ráðinn og byrjar að vinna stuttu seinna. Sem flugfreyja þarftu að læra ýmislegt áður, eins og geta rýmt flugvél á innan við mínútu, skyndihjálp og margt fleira. Við erum þjálfuð í að takast á við öryggis- og neyðartilvik, auk þess að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Verðlaunin eru að þú kynnist fullt af fólki, mörgum sem verða bestu vinir þínir og þú færð greitt fyrir að ferðast um heiminn og gista á mörgum flottum hótelum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“