fbpx
Þriðjudagur 24.september 2024
Fókus

Hún prófaði nýja kynlífstrendið sem er að gera allt vitlaust

Fókus
Fimmtudaginn 13. júní 2024 20:29

Jana Hocking.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stefnumótasérfræðingurinn og fjölmiðlakonan Jana Hocking ákvað að prófa nýja kynlífstrendið sem hefur verið að vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarið, sér í lagi TikTok.

„Skírlífi er svo mikið málið í dag. Ég er ekki að djóka. Það er búið að lýsa þessu yfir á TikTok, sem er alltaf með puttann á púlsinum varðandi trend. Skírlífi er málið og kynlíf er búið,“ segir Hocking í pistli á New.com.au.

„Þú veist að eitthvað er í tísku þegar stjörnurnar tala um þetta í viðtölum. Lenny Kravitz, Julia Fox og meira að segja Lady Gaga hafa talað um kosti þess að hætta að stunda kynlíf. Skýrari í kollinum, betri ákvörðunartaka, meira pláss í heilanum til að einbeita sér að öðru,“ segir hún.

„Þetta hljómar allt frábærlega. En hvað með hormónanna? Hvert fara þeir? Gröfum við þá djúpt niður? Það hljómar skelfilega. Þannig það er engin furða að mér leist ekkert á hugmyndina um skírlífi fyrst. Ég hef alltaf litið á kynlíf sem frábæra leið til að losa um smá stress, en ég elska að prófa ný trend þannig ég ákvað að láta á reyna.“

Í þrjá mánuði fór Jana á stefnumót en svaf aldrei hjá. Hún segist hafa lært mikið á þessum tíma. „Þetta opnaði augun mín, í alvöru. Ég ætla að deila með ykkur kostum og göllum þess að sleppa kynlífi.“

Jana Hocking.

Kostur: Ég átti auðveldara með

„Það fyrsta sem ég tók eftir er hversu margir gaurar halda að kynlíf sé bara sjálfsagður hluti af fyrsta stefnumótinu. Ekki misskilja mig, ég yrði móðguð ef karlmaður myndi ekki allavega reyna að sjá mig nakta eftir stefnumót, en viðbrögð þeirra þegar ég neitaði var nánast hlægilegt.

Tveir gaurar reyndu áfram eftir að ég var farin heim. Sendu mér skeyti eins og: „Ertu viss? Ég get tekið leigubíl beint til þín!“ Og hinn sagði: „Elskan, í alvöru? Skemmtum okkur.“

Þeir voru báðir greinilega bara að sækjast eftir einu þar sem ég hef ekki heyrt í þeim aftur. En þeir sem kipptu sér ekki upp við þetta koma enn til greina.“

Galli: Ég var sjúklega gröð

„Ég rétt svo þurfti að finna fyrir smá golu á geirvörtunum til að ég yrði til í tuskið með nánast hverjum sem er. Af hverju langar okkur svo í það sem við megum ekki.“

Kostur: Ég var glæsileg

„Það var frekar valdeflandi að vera við stjórnina þegar kemur að kynlífi. Spennan er guðdómleg og gerir biðina þess virði.“

Galli: Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá var ég frekar önug

Hocking segir að henni hefur alltaf þótt kynlíf virka sem góður flótti frá raunveruleikanum.

„Frábær leið til að hætta að hugsa um nokkuð annað en það sem er í gangi akkúrat núna. Án kynlífs þá ertu bara ein með hugsunum þínum og þú vilt aldrei vera ein með þeim ÖLLUM,“ segir hún.

„Fáranlegt trend“

Hocking ræddi við OnlyFans-parið og sambandssérfræðingana Stace og Ty um þetta nýja trend, sem þau sögðu vera fáranlegt.

„Hvernig veistu hvað þú vilt eða vilt ekki í kynlífi ef þú ert ekki að stunda kynlíf?“ sögðu þau.

„Við myndum hvetja fólk til að hugsa sig vel og vandlega og reyna að skilja af hverju það vill prófa skírlífi og vinna að raunverulega vandamálinu í stað þess að nota kynlíf sem blóraböggul,“ sögðu þau og bættu við:

„Nema þau hafa gengið í gegnum áfall, það er allt annað samtal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gamalt myndband af Trump tala um Diddy vekur upp spurningar

Gamalt myndband af Trump tala um Diddy vekur upp spurningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Óþægilegt og krípí“ myndband af Diddy með ungum Justin Bieber dregið aftur fram í dagsljósið

„Óþægilegt og krípí“ myndband af Diddy með ungum Justin Bieber dregið aftur fram í dagsljósið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugsar hlýlega til konunnar sem tók utan um hana á erfiðum tíma í æsku

Hugsar hlýlega til konunnar sem tók utan um hana á erfiðum tíma í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ekkja Hugh Hefner hamingjusöm og dásamar nýja kærastann

Ekkja Hugh Hefner hamingjusöm og dásamar nýja kærastann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli upplifði erfiðan missi á þessum degi fyrir ári – „Við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig““

Gísli upplifði erfiðan missi á þessum degi fyrir ári – „Við segjum aldrei nógu oft „ég elska þig““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægu systkinin tala ekki saman: Biður hana opinberlega afsökunar fyrir umdeild ummæli

Frægu systkinin tala ekki saman: Biður hana opinberlega afsökunar fyrir umdeild ummæli