fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Stormy Daniels lýsti „einstökum og hryllilegum“ getnaðarlim Donald Trump í smáatriðum

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2024 10:18

Donald Trump og klámstjarnan Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur í síðasta mánuði um að hafa falsað viðskiptaskjöl og greitt mútur til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels.

Hann var fundinn sekur í 34 af 34 ákæruliðum og mun dómsuppkvaðning fara fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem forseti telst til dæmdra afbrotamanna.

Daginn eftir að Trump var fundinn sekur hélt hann blaðamannafund og sagðist vera saklaus og ætla að áfrýja niðurstöðunni.

Mútugreiðslan

Árið 2016 fékk Stormy Daniels 130 þúsund dollara frá Michael Cohen, fyrrum lögmanni Trump, gegn því að hún myndi ekki segja frá meintu sambandi hennar og Trump.

Í fyrstu neitaði Trump að vita nokkuð um málið en síðar viðurkenndi hann að hann hefði sjálfur lagt út fyrir greiðslunni. Samkvæmt bandarískum kosningareglum verður að gefa upp allar fjárhæðir sem eru notaðar til að hafa áhrif á kosningar. Af þeim sökum var lögð fram kvörtun hjá dómsmálaráðuneytinu og hann síðar fundinn sekur.

Where Is Stormy Daniels Now? All About the Adult Movie Star's Life After  She Sued Donald Trump

Forsaga málsins

Stormy Daniels settist í vitnastúku í málinu gegn Trump. Hún sagðist hafa kynnst Trump í golfferð árið 2006, hann var þá í kringum sextugt og hún var 27 ára. Hún sagði að hún hafi hitt hann á hótelherbergi hans og að hann hafi farið úr buxunum á meðan hún var á klósettinu.

Daniels sagði að þó henni hafi ekki þótt hegðun hans ógnandi á þessum tíma hafi hann staðið í vegi fyrir henni þegar hún ætlaði að fara.

Hún sagði að allt í einu var hún komin í rúmið og þau byrjuð að stunda kynlíf. Hún sagðist ekki hafa sagt nei en að það hafi verið mikið valdaójafnvægi þeirra á milli og að hún hafi verið skjálfandi að loknum kynmökunum, sem hún sagði að hefðu varað stutt.

Lýsir getnaðarlim hans

Stormy Daniels sagði í hlaðvarpinu Everything I Know About Me hjá DailyMail að hún væri þreytt á því að fólk trúi henni ekki og að eina leiðin til að sanna mál sitt sé að lýsa kynfærum hans.

„Þau halda í alvöru að ég hafi skáldað þetta, að þetta sé allt mér að kenna. Að ég hafi eyðilagt lýðveldið og lýðræðið,“ sagði hún og bætti við að sumir stuðningsmenn Trump líti á sig sem „alvöru föðurlandsvini“ sem verða verðlaunir fyrir að drepa hana.

„Það verður haldin skrúðganga fyrir mig ef ég drep Stormy Daniels,“ sagði hún.

„Að lýsa einstaka og hryllilega typpinu hans er eina leiðin til að virkilega sanna að ég hef séð það,“ sagði hún í þættinum.

Í sjálfsævisögunni Full Disclosure fór Stormy eftirminnilega út í smáatriði:

„Það er með risa stórt sveppahöfuð, eins og reifasveppur. Ég lá þarna, pirruð að gaur með Yeti skaphár og typpi eins og sveppapersóna í Mario Kart væri að ríða mér… Þetta var kannski lélegasta kynlíf sem ég hafði stundað en hann var greinilega ekki sammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set