fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins er nú sagður í leit að varanlegu heimili í Bretlandi, einfaldlega svo að vinir hans sem ekki eru sáttir við eiginkonu hans Meghan Markle geti heimsótt hann.

Rithöfundurinn Tom Quinn sem skrifað hefur mikið um konungsfjölskylduna sagði við Mirror Sunday að Harry, sem lét af konunglegu starfi sínu árið 2020 og býr nú í Bandaríkjunum, „sakni sumra þátta í gamla lífi sínu“ í London.

„Óhjákvæmilega er hveitibrauðsdögunum í Bandaríkjunum þar sem allt er nýtt og spennandi að ljúka og Harry horfir til fortíðar með rósrauðum gleraugum,“ sagði Quinn. Hann segir Harry sakna hers síns og háskólavina, sem munu hafa ekki heimsótt hann í Kaliforníu vegna þess að „þeir þola ekki Meghan,“ sem Harry giftist árið 2018.

„Harry er staðráðinn í að finna sitt eigið varanlega heimili í Bretlandi, sem er að hluta til ástæðan fyrir því að hann heldur áfram málaferlum sínum til að fá breska skattgreiðendur til að borga fyrir öryggisgæslu sína.“

Hjónin hafa ekki átt heimili í Bretlandi síðan faðir hans, Karl Bretakonungur, rak þau úr Frogmore Cottage snemma á síðasta ári. Húsið var gjöf til þeirra frá Elísa­betu Bretadrottn­ingu og dvöldu þau þar þegar þau heimsóttu Bretland. Eftir andlát drottningar fór Karl konungur með stjórn og gerði þeim að rýma húsið degi eftir að ævisaga Harry, Spare, kom út. Í júní fyrir var greint frá því opinberlega að hjónin væru flutt út úr Frogmore Cottage sem er staðsett á Windsor-eigninni.

Frogmore Cottage

Hjónin og börnin þeirra tvö, Archie, fimm ára og Lilibet, þriggja ára, eru þó engir þurfalingar og búa í glæsilegu 14 milljóna dala heimili í Montecito í Kaliforníu. Á heimilinu eru níu svefnherbergi og 16 baðherbergi ásamt sundlaug, tennisvelli og tveggja herbergja gistiheimili.

Heimili fjölskyldunnar í Bandaríkjunum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“