fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„Varla lifði svona lengi í gömlum glóðum þessarar kenningar, ef ekki væri nokkur fótur fyrir kenningunni, eða hvað?“

Fókus
Laugardaginn 1. júní 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin er hnöttur. Þetta eiga nú allir að vita og ætti að teljast óumdeilanlegt. Við höfum gervihnetti sem hafa staðfest þetta með myndum, fólk sem hefur farið út í geim og getur vitnað um að jörðin sé hnöttur og svo auðvitað grundvallaratriði eins og sjóndeildarhringurinn, skuggavarp vegna sólar, tunglmyrkvar og svo margt margt annað. Þetta dugar þó ekki til að sannfæra alla en það eru til vinsælar samsæriskenningar um að jörðin sé flöt, hún sé diskur eða að hún sé óendanlegt flatt yfirborð í allar áttir.

Það er jafnvel til samfélag þeirra sem trúa á flata jörð. Þetta samfélag trúir því að jörðin sé diskur. Norðurpóllinn sé í miðjunni og við jaðra disksins sé gífurlegur ísveggur, Suðurpóllinn. Segja má að erkióvinur þessa samfélags sé NASA, en félagsmenn telja ljóst að engin vísindaleg stofnun geti storkað því sem þeir hafa lesið úr biblíunni – jörðin sé flöt því guð skapaði hana flata. Sumir segja að NASA sé í raun bara bara skemmtigarður á við Disneyland og að meintir geimfarar séu bara leikarar.

Þeir sem trúa á flata jörð eiga þó líka í deilum innbyrðis. Þeir sem trúa því að jörðin sé líkari pönnuköku en appelsínu telja að Flat Earth Society sé í raun stofnun á vegum stjórnvalda sem sé að hæðast að þeim sem í raun og veru viti að jörðin sé flöt.

Þetta samsæri getur beinlínis reynst hættulegt. Árið 2020 ákvað ofurhuginn Mike Hughes að nota heimatilbúna geimflaug til að komast út í geim. Það fór ekki betur en svo að fallhlíf sem hann ætlaði að nota í æfingarflugi sínu rifnaði af geimflauginni og Mike féll til jarðar úr mikilli hæð og lést samstundis. Deilt er um það hvort að Mike hafi trúað á flata jörð eða ekki. Samskiptastjóri hans sagði aðeins um kynningarherferð að ræða til að afla stuðnings fyrir geimflugið, en Michael Linn sem gerði heimildarmynd um ofurhugann segir að hann hafi vissulega trúað þessu sjálfur.

 

Það er ekki nóg að halda því fram að jörðin sé flöt. Því eru til samsæriskenningar af ýmsu tagi um hvað sé falið undir jörðinni, hvort hægt sé að komast þangað og hvers vegna stjórnvöld í heiminum séu að leyna því að við búum á pönnuköku. Félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór kafa ofan í þetta samsæri í nýjasta þætti Álhattsins.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @alhatturinn

Segir í lýsingu þáttar:

„Getur í raun verið að jörðin sé ekki hnöttur og að geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu og vísindasamfélagið í heild sinni sé vísvitandi að blekkja okkur? Hvað ef að geimurinn er hreinlega ekki til og þetta er allt saman eitt stórt sjónarspil og svikamylla fégráðugra einstaklinga?

Ef eitthvað er að marka flatneskjufræðinga og ákveðna Álhatta á borð við Eric Dubay, Mark Sargent og Patricia Steere þá hafa geimvísindamenn og stofnanir verið að ljúga að okkur, ekki bara í nokkra áratugi heldur í fleiri fleiri aldir og eru ekkert að fara að hætta því í bráð.

Allt sem okkur verið kennt um sólina, tunglið, sólkerfið og alheiminn er eitt stórt platgabb og allar meintar geimferðir manna (og hunda) hvort sem er til tunglsins eða eitthvað annað eru ekkert annað en hugarburður og skáldskapur einhverra brjálaðra spunameistara á vegum ríkisins og hagsmunaðilla.

Getur verið að ríkiskassar um allan heim séu mergsognir og blóðmjólkaðir af gráðugum peningaplokkurum, sem hafa selt heiminum einhver falsvísindi um hnöttótta jörð, himingeim og aðrar plánetur þegar staðreyndin er sú að jörðin er flöt og að við búum öll undir einhverskonar glerhjúp? Svífast þessir hnattlingar einskis?

En ef flatneskjufræðingar hafa rétt fyrir sér, Hvað er þá handan hjúpsins? Eða getur mögulega verið að stór íshella eða ísveggur sé við báða póla sem varni okkur frá því að komast þangað? Ef ekki, hvers vegna eru þá ferðalög fólks til suðurpólsins svona takmarkaðar og nánast bannaðar? Hvað eru hnattlingarnir eiginlega að fela á suðurpólnum eða handan hans? Getur verið að þar leynist önnur veröld með enn fleiri plánetum og jafnvel öðrum víddum?

Ef jörðin er flöt og hvorki tunglið né sólin eru til hvernig útskýrum við þá flóð og fjöru og ef jarðskorpan er flöt hvað í veröldinni eru þá jarðskjálftar og eldgos? Eru það kannski jarðskjálftarnir sem búa til allar öldurnar í sjónum, eða eru það bara hvalirnir sem skapa öldur með því að synda? En hvað með þyngdaraflið? Hvað í veröldinni er það og er það yfirhöfuð til? Hafa einhverjar sannanir verið færðar fyrir tilvist þess?

Kenningin um að jörðin sé flöt er alls ekki ný af nálinni og eins og við þekkjum af sögubókunum er sú skýring mun eldri en allar hugmyndir manna um að jörðin sé einhverskonar hnöttur eða kúla. Hvað ef að fólk hafði rétt fyrir sér í upphafi en var síðar blekkt? Hvað höfum við raunverulega fyrir okkur í því að jörðin sé hnöttur?

Annað en verulega velunnið myndefni frá hagsmunaaðilum sem gæti vel verið falsað af grafískum hönnuðum og myndvinnslu fólki sem eytt hefur fjölmörgum árum í það að læra að breyta og bæta myndefni með það að markmiði að fegra eða jafnvel fela sannleikann?

Hvernig vitum við raunverulega að það séu einhverjar aðrar plánetur og sólkerfi þarna úti án þess að hreinlega stíga sjálf fæti á þessar plánetur? Eru yfirvöld ekki stöðugt að ljúga að okkur um allskonar, afhverju ekki þetta líka?

Kenningin um að jörðin sé flöt er eldgömul og lífseig og varla lifði svona lengi í gömlum glóðum þessarar kenningar, ef ekki væri nokkur fótur fyrir kenningunni, eða hvað?

Í þessum nýjasta þætti Álhattarins ræða vinirnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór einstaklega skemmtilegu og áhugaverða kenningu sem notið hefur gífurlegra vinsælda á samfélagsmiðlum og veraldarvefnum á undanförnum árum, þá skemmtilegu og afskaplega áhugaverðu kenningu að jörðin sé í raun og veru flöt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024