fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu

Fókus
Miðvikudaginn 8. maí 2024 17:30

Bette Midler Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Bette Midler segist dauðsjá eftir því að hafa ekki lögsótt Lindsay Lohan á árum áður. Ummælin hafa vakið nokkra athygli enda var Lohan aðeins 14 ára gömul þegar umrætt atvik átti sér stað.

Midler, sem er orðin 78 ára gömul, var til viðtals í hlaðvarpsþætti X-files-stjörnunnar fyrrverandi, David Duchovny. Hlaðvarpsþættirnir heita Fail Betterpodcast en í viðtalinu við Midler rifjað hún upp nokkur atvik sem hún sér eftir frá sínum langa ferli.

Eitt af því er að hafa ekki lögsótt Lindsay Lohan þegar hún dró sig út úr sjónvarpsþáttum sem Midler framleiddi. Lohan hafði skrifað undir samning um að leika dóttur Midler í þáttunum sem hétu einfaldlega Bette. Hún tók hins vegar aðeins þátt í pilot-þættinum en hætti svo snarlega við. Svo fór að þættirnir, sem frumsýndir voru árið 2000, misheppnuðust herfilega. Aðeins voru framleiddir 18 þættir og var þeim slaufað eftir eina þáttaröð.

Lindsay Lohan og Bette Midler saman í umræddum pilot-þætti

Midler segir að brotthvarf Lohan hafi einfaldlega riðlað allri framleiðslunni og valdið henni miklu tjóni. „Ef ég hefði verið með réttu ráði eða áttað mig á að ég hefði þurft að standa upp láta heyra í mér, þá hefði ég gert það,“ segir Midler í viðtalinu.

Þó brotthvarf Lohan hafi verið stór þáttur í lestarslysinu sem þættirnir voru þá var það ekki eini vandinn. Hraðinn í framleiðslunni hentaði ekki Midler og hún átti erfitt með að hafa áhrif á handrit þáttanna þó hún væri einn framleiðandi þáttanna. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart