Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Ísdrottningin safnað fimm prósent af markmiði sínu, tæplega 44 þúsund krónum.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fólk sem styrkja hana, því meira sem þú styrkir því ríflegri eru verðlaunin.
Fyrir 7500 krónur færðu áritaða mynd. Það er hægt að kaupa „Brons styrk“ á 30 þúsund krónur og þá færðu „shoutout á samfélagsmiðlum og áritaða mynd.“
Ef þú borgar fyrir „Delúx styrk“ – sem er 60 þúsund krónur – þá færðu „skemmtilega video kveðju, auðvitað áttu inni shoutout á samfélagsmiðlum, áritaða mynd og IceQueen kaffibolla á skrifstofuna.“
Næst er það „Silfur styrkurinn“ á 120 þúsund krónur. „Þú færð geggjaða IceQueen video kveðju, áritaða mynd, IceQueen kaffibolla á skrifstofuna og átt inni kaffiboð á Bessastöðum.“
Þú færð bara kaffiboð ef þú velur silfur styrkinn, en ef þú kaupir „Gull styrkinn“ á 225 þúsund krónur þá færðu „kampavínsboð á Bessastöðum og forseta selfie!“ Og auðvitað einnig „shoutout“ á samfélagsmiðlum en ekki nóg með það þá færðu heimsókn á vinnustaðinn.
Stærsti styrkurinn er „Platínum“ fyrir 375 þúsund krónur.
„Ég mun hringja stanslaust í þig og ræða við þig um forsetahlutverkið og auðvitað færðu áritaða mynd eða plaggat, video kveðju, kaffibolla, shoutout á samfélagsmiðlum, sýnisferð og dinner á Bessastöðum og VIP í kampavínsklúbbinn.“