Ef marka má veðbanka eru nær engar líkur á að Hera Björk komist áfram á úrslitakvöldið næstkomandi laugardag.
Samkvæmt Eurovisionworld.com er Ísland í 15. og neðsta sæti yfir þær þjóðir sem líklegastar eru áfram annað kvöld. Eru líkurnar á að Ísland fari áfram taldar aðeins 11%.
Tíu þjóðir tryggja sér sæti á úrslitakvöldinu á morgun og er Króatía, Úkraína, Litáen og Finnland líklegust til að komast áfram. Þar á eftir koma Írland, Lúxemborg, Pólland, Kýpur, Portúgal og Serbía.
Hafi veðbankar rétt fyrir sér munu Ástralía, Slóvenía, Aserbaídsjan, Moldóva og Ísland sitja eftir með sért ennið annað kvöld.
Samkvæmt veðbönkum er framlag Króatíu sigurstranglegast næstkomandi laugardagskvöld en þar á eftir koma Sviss og Úkraína.