fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. maí 2024 10:29

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrarnir Dagur Gunnarsson og Ólafur Laufdal eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Þeir segja bransann hafa breyst mikið síðastliðinn áratug og meðal þess sem hefur breyst er notkun gervigreindar. Þeir útskýra það nánar í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Dagur og Ólafur halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast þar sem þeir taka viðtöl við einstaklinga í húðflúrssenunni hér á landi. Þeir eru báðir eftirsóttir húðflúrarar hér á landi og hafa verið í bransanum í þó nokkur ár. Dagur hefur verið að flúra síðan 2011 og segir vissar breytingar hafa átt sér stað í bransanum

„Það er alveg slatti sem hefur breyst. Það kom einhver sprengja í þessu, allt í einu voru geðveikt margir að fá sér tattú, fá sér stærri tattú, fá sér ermar og allt bakið og svona. Og samfélagsmiðlar spila líka nýtt hlutverk í þessu og nú er komið eitthvað AI [gervigreind],“ segir hann.

Aðspurðir hvernig gervigreindin tengist tattúbransanum segir Ólafur: „Þegar maður er að hanna þetta. Sérstaklega eins og við báðir gerum black and grey realism tattú og það er takmarkað af góðum reffum fyrir þau tattú. Þú þarft að hafa góðar myndir. Þess vegna eru rosalega margir með sömu myndirnar. Eins og þetta ljón hérna, það eru örugglega milljón manns með þetta. Því þetta er svo góð mynd af ljóni. En með gervigreind þá geturðu beðið um sjúklega góðar myndir: „Lion roaring“.“

„Svolítið ógnvekjandi“

Dagur segist hafa notað þetta en geri það ekki oft. „En þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi,“ viðurkennir hann.

„Ég nota þetta mikið,“ segir Ólafur. „Af því að það er svo takmarkað hvað er til mikið af góðum myndum af hinu og þessu myndefni. Sérstaklega ef fólk er að biðja um eitthvað rosa sérstakt. Af því þetta er svo raunverulegt, þetta eru hálfgerðar ljósmyndir og þú getur ekkert teiknað það upp úr rassgatinu þínu.“

„Tekur langan tíma allavega,“ skýtur Dagur inn í.

„Og með AI geturðu beðið um myndirnar, þarft ekki að leita,“ segir Ólafur.

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars.

Getur ekki beðið um hvað sem er

Það er samt ekki hægt að biðja um hvað sem er. „Það er einhver sensor í þessu. Þú getur ekki beðið um eitthvað of dónalegt. Það eru einhverjir sem fá sér þannig tattú,“ segir Ólafur.

„Einhver vildi fá grim reaper að gefa puttann en ég gat bara fengið hann gefa þumalinn, alveg sama hvað ég skrifaði.“

Dagur og Ólafur halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast. Smelltu hér til að hlusta eða horfa.

Dagur Gunnars á Instagram.

Ólafur Laufdal á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture