fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Ragnhildur: Það er öllum skítsama um þetta – Ræðan sem verður aldrei haldin

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 17:29

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að hætta að einblína á útlitið, töluna á vigtinni og reyna að halda óraunhæfum aga í mataræði og ræktinni því öllum er skítsama.

Ragnhildur tekur dæmi, við erum í afmælinu þínu.

„Sigga vinkona þín lemur í glas og biður um þögn í salnum til að halda ræðustúf: „Mig langar að halda ræðu um hana vinkonu mína.“

Hún er mín allra besta vinkona af því hún er svo mjó.

Það sem ég kann best að meta við hana eru horuðu lærin hennar.

Hún veitir mér skjól og traust með að borða bara salat.

Hennar eiginleiki að telja hverja einustu kaloríu ofan í sig valdeflir mig í mínum verkefnum.

Lága fituprósentan hennar er innblástur í lífinu.

Að hún fer svöng að sofa sýnir mér hetjudáð sem ég vil tileinka mér.

Samviskubitið sem hríslast um hana eftir að borða súkkulaðimola og refsiaðgerðirnar sem fylgja er aðdáunarvert.

Sjálfsaginn að fara í ræktina alla daga er tilfinningalegur stuðningur við mig.

Að hún vigtar sig á hverjum degi sýnir djúpa samkennd og skilning á mínum vandamálum.“

Ræðan sem aldrei verður

Ragnhildur segir að slík ræða hefur aldrei verið haldin og „mun aldrei verða haldin.“

„Það man enginn eftir kviðvöðvunum þínum. Öllum er skítsama um hlutfall fitu og vöðva í líkama þínum,“ segir hún og bætir við:

„Ást móður þinnar er ekki háð því hvað þú ferð oft í ræktina. Vinkona þín elskar þig hvort sem flettast dellur yfir sokkabuxnastrenginn. Umhyggja föður þíns fyrir þér er ekki fólgin í að þú kroppir eins og spörfugl í spínatblöð. Börnunum þínum er drull hvað þú ert þung.“

Ragga Nagli. DV/Hanna

Aðrir hlutir skipta meira máli

„Fólk metur þig útfrá hvernig því líður í návist þinni. Þyngdin á útgeisluninni þinni. Stærð persónuleikans þíns. Ummálið á umhyggjunni þinni. Kílógrömmin á ástúð þinni. Fólk veltir ekki fyrir sér hversu mikið pláss þú tekur í rýminu. Heldur hversu mikið pláss þú átt í huga þeirra. Samkenndin sem þú sýnir. Traustið sem þau finna. Skilningurinn sem þú úsar út.

Hafðu það í huga næst þegar þú ætlar að meta virði þitt sem manneskju út frá brókarstærð eða kílóatölu. Greyptu það í harða drifið næst þegar þú tætir sjálfið niður fyrir að slafra súkkulaði eða sleppa ræktinni. Þú ert svo miklu meira en skelin“

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“