fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Netflix-stjarnan útskýrir hvers vegna hann hætti að leika

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Dylan Minnette átti svo sannarlega framtíðina fyrir sér í Hollywood eftir að hann sló í gegn í Netflix-þáttunum 13 Reasons Why sem frumsýndir voru árið 2017.

Dylan hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara á síðustu árum þrátt fyrir fjölda tilboða um að leika í þáttum og kvikmyndum. Frá því að 13 Reasons Why lauk göngu sinni hefur Dylan aðeins komið að tveimur verkefnum, myndinni Scream frá árinu 2022 og þáttunum The Dropout.

Leikarinn var gestur hlaðvarpsþáttarins Zach Sang Show þar sem hann ræddi ferilinn í leiklist, en hann var aðeins átta ára þegar hann byrjaði að leika.

„Ég var heppinn að finna velgengni í leiklistinni. 13 Reasons Why-þættirnir voru mjög vinsælir og þá náði ég einhvers konar hátindi. En þetta var líka farið að vera eins og venjulegt starf,“ segir Dylan sem hefur síðustu misseri einbeitt sér að tónlistarferli sínum með hljómsveitinni Wallows.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2011 og í henni spilar hann á gítar og syngur. Sveitin hefur notið nokkurrar velgengni og er með plötusamning við Atlantic Records.

„Ég er á þeim tímapunkti núna að mig langar að sinna tónlistinni og komast eins langt þar og ég get. Þetta er alvöru hljómsveit og við ætlum að gera alvöru hluti,“ segir hann.

Dylan útilokar þó ekki að snúa aftur á hvíta tjaldið. „Mér finnst ég enn eiga eitthvað eftir í leiklistinni. Á einhverjum tímapunkti, þegar ég hef náð markmiðum mínum með Wallows, þá mun ég sennilega finna hvatninguna til að gera eitthvað meira þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn