fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2024 11:29

Sölvi Tryggvason. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason lenti í mjög óhugnanlegu atviki á ferðum sínum til Suður-Afríku. Hann segir frá því í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva þar sem Birgir Örn Sveinsson var gestur.

Sjá einnig: Birgir var í algjöru myrkri án matar í nærri fjóra sólarhringa – „Þetta tók auðvitað á“

„Ég varð fyrir atviki í Suður-Afríku, það var svo skrýtið. Talandi um að ferðast og vera orðinn svolítið óttalaus, búinn að vera í Kólumbíu, Dóminíska Lýðveldinu og vera á stöðum þar sem eru engir túristar. Eftir á hyggja er ég bara já, það var einhver blessun yfir mér að hafa ekki lent í neinu,“ segir Sölvi.

„Suður-Afríka er ekki gott land þegar kemur að öryggi, þetta er í alvörunni bara… talandi um ótta og allt þetta,“ segir hann.

Maður með sveðju

„Ég var rosa blissful og var í göngu úti í náttúrunni og allt í einu var bara maður með sveðju fyrir framan mig og hann bað ekki um veskið mitt eða símann eða neitt, hann ætlaði bara að drepa mig. Ég veit ekki ennþá, langaði hann bara að drepa mig eða langaði hann að taka eitthvað af mér.

„Ég þurfti að hlaupa af alefli til að spretta manninn af mér og það var tímabil þar sem við vorum að hlaupa á sama hraða og hann var með sveðjuna hérna uppi, klár í að drepa mig,“ segir Sölvi.

video
play-sharp-fill

„Þegar ég fór að sofa um kvöldið hugsaði ég, er hann bara núna heima hjá sér að horfa á Netflix og búinn að gleyma að hann ætlaði að drepa mann í dag? Þá var ég að velta fyrir mér, í hvaða veruleika ertu þegar þér líður einhvern veginn eins og það sé ekkert tiltökumál að drepa aðra manneskju.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Hide picture