Sjá einnig: Birgir var í algjöru myrkri án matar í nærri fjóra sólarhringa – „Þetta tók auðvitað á“
„Ég varð fyrir atviki í Suður-Afríku, það var svo skrýtið. Talandi um að ferðast og vera orðinn svolítið óttalaus, búinn að vera í Kólumbíu, Dóminíska Lýðveldinu og vera á stöðum þar sem eru engir túristar. Eftir á hyggja er ég bara já, það var einhver blessun yfir mér að hafa ekki lent í neinu,“ segir Sölvi.
„Suður-Afríka er ekki gott land þegar kemur að öryggi, þetta er í alvörunni bara… talandi um ótta og allt þetta,“ segir hann.
„Ég var rosa blissful og var í göngu úti í náttúrunni og allt í einu var bara maður með sveðju fyrir framan mig og hann bað ekki um veskið mitt eða símann eða neitt, hann ætlaði bara að drepa mig. Ég veit ekki ennþá, langaði hann bara að drepa mig eða langaði hann að taka eitthvað af mér.
„Ég þurfti að hlaupa af alefli til að spretta manninn af mér og það var tímabil þar sem við vorum að hlaupa á sama hraða og hann var með sveðjuna hérna uppi, klár í að drepa mig,“ segir Sölvi.
„Þegar ég fór að sofa um kvöldið hugsaði ég, er hann bara núna heima hjá sér að horfa á Netflix og búinn að gleyma að hann ætlaði að drepa mann í dag? Þá var ég að velta fyrir mér, í hvaða veruleika ertu þegar þér líður einhvern veginn eins og það sé ekkert tiltökumál að drepa aðra manneskju.“
Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is