fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Nýtt lyf gæti breytt leiknum – Allt að tvöfalt áhrifaríkara en Ozempic

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2024 12:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segja að þeir hafi fundið upp sterkara og áhrifaríkara lyf en Ozempic. Um er að ræða nýja notkun á GLP-1, hormóni sem líkaminn framleiðir náttúrulega eftir máltíð.

Á vef Lyfju kemur fram: „Ozempic inniheldur virka efnið semaglútíð. Semaglútíð er sykursýkislyf og tilheyrir flokki glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæðna. Lyfið líkir eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlyst. Semaglútíníð hjálpar líkamanum að minnka magn blóðsykurs, eingöngu þegar blóðsykurinn er of hár. Einnig hefur lyfið þau áhrif að minniháttar seinkun verður á magatæmingu fyrst eftir máltið og þú finnur fyrir seddutilfinningu, minna hungri og minnkar löngun í fituríkan mat. Þetta getur hjálpað þér við að borða minna og draga úr líkamsþyngd.“

Þetta nýja lyf lætur GLP-1 virka eins og trójuhest sem laumar sérstökum sameindum beint í matarlystarstjórnstöð heilans.

Rannsóknin var aðeins framkvæmd á músum. Einn hópur fékk bæði hormónið og sameindirnar, og þær mýs léttust meira en þær sem tóku lyf sem eru þegar á markaði.

„Áhrifin af GLP-1 þegar þessar sameindir eru settar með eru mjög sterk. Í sumum tilvikum misstu mýsnar tvöfalt meira heldur en mýs sem voru aðeins í GLP-1 meðferð,“ sagði einn höfundur rannsóknarinnar, Christoffer Clemmensen. Hann er prófessor hjá Novo Nordisk Foundation Center við Kaupmannahafnarháskóla. Novo Nordisk framleiðir bæði Ozempic og Wegovy.

Langt í að almenningur fær að sjá lyfið

Fólk missir yfirleitt um 15 til 20 prósent af líkamsþyngd sinni á Ozempic, eða svipuðum lyfjum. En um þriðjungur notenda missir aðeins um tíu prósent.

Clemmensen sagði að þessi nýja meðferð gæti hjálpað sjúklingum að ná fram sömu áhrifum með lægri skammti. Einnig gæti þetta verið betri lausn fyrir fólk sem bregst illa við lyfjum sem eru nú þegar til.

Hann sagði að aukaverkanir nýju meðferðarinnar væru svipaðar og hjá Ozempic og Wegovy: Ógleði, niðurgangur, magaverkur, uppköst og hægðatregða.

„En því lyfið er svo áhrifaríkt þá gæti hugsanlega fólk verið á minni skammti og þannig þurft að glíma við minni aukaverkanir,“ sagði hann en tók fram að þessi nýja meðferð hefur aðeins verið prófuð á músum og ekki er vitað hvernig mannfólk mun bregðast við lyfinu.

Lyfið þarf að gangast undir klínískar lyfjarannsóknir á mannfólki og sagði Clemmensen að það gætu verið allt að átta ár þar til það yrði aðgengilegt fyrir almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“