fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

Hefur Kristján snúið baki við Höllu Hrund? – Allar vísurnar horfnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. maí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hefur Skerjarfjarðarskáldið góðkunna, Kristján Hreinsson, birt daglega vísur á Facebook-síðu sinni til heiðurs og lofgjörðar forsetaframbjóðandanum Höllu Hrund Logadóttur. Vísur eins og þessa:

Netverjar hafa vakið athygli á því um helgina að allar vísur af þessu tagi eru horfnar af Facebook-síðu Kristjáns. Þar er hins vegar margskonar annar skáldskapur.

Varð fyrir aðkasti

Er DV hafði samband við Kristján staðfesti hann að kveðskapurinn væri horfinn. Ástæðurnar eru tiktúrur hans og aðkast sem hann hefur orðið fyrir vegna kveðskaparins. Spurningunni sem varpað var fram í fyrirsögn er svarað: Kristján hefur ekki snúið baki við Höllu Hrund. Gefum Kristjáni orðið:

„Þú spyrð hvers vegna ég eyddi vísum mínum um Höllu Hrund af Facebook-síðu minni. Þú spyrð einnig hvort ég ætli enn að styðja þá ágætu konu. Svar mitt við fyrri spurningunni er að tiktúrur mínar ráða því að vísurnar hurfu. Svo er það svar mitt að áfram styð ég Höllu Hrund. En vísurnar tók ég út vegna þess að aðkastið var farið að færast í aukana. Á hverjum degi mátti ég eyða margs konar óhróðri og aðdróttunum vegna þess að ég orti vísur til stuðnings Höllu Hrund.

Íslenskt samfélag er svo einstrengislegt og uppfullt af skinhelgi að það er bókstaflega erfitt að lýsa yfir stuðningi við einhvern tiltekinn einstakling. Sá stuðningur er látinn lita þann sem styður. Svo er það blessuð aumingjavæðingin, sem birtast m.a. í því að ef ég styð einn frambjóðanda þá er ég þar með andstæðingur allra hinna. Svo hitt að ef ég styð einn þá má ég ekki gagnrýna aðra frambjóðendur. Hin íslenska aumingjavæðing er byggð á guðdómlegri hræsni.

Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikils ég met hlutleysi í mörgum tilvikum. Í dag er aðdáunarvert þegar fólk stendur með sinni lífsskoðun og sinnir ekki afstöðu neins aðila, t.d. í stríði. Ekki með neinum og ekki á móti neinum. Slík afstaða er oft reist á djúpum skilningi um leið og einstaklingurinn gerir sér grein fyrir því að hann getur engu breytt þótt hann reyni að velja einhvern hanska sem taka skal upp. Skoðanafrelsi er nauðsynlegt, engu að síður er það fótum troðið vegna þess að sannleikurinn er einfaldlega kallaður hatursorðræða. Það er bannað að segja að Katrín Jakomsdóttir sé klókur hrappur, jafnvel þótt maður geti sett fram óyggjandi rök.

Forsetakosningarnar sem núna fer eð glitta í, snúast um það að leyfa valdaklíkunni að koma Katrínu á Bessastaði eða að velja eitthvað annað. Það leynist hlutlægni peningavalds í framboði Katrínar, andstætt huglægninni sem maður tengir ósjálfrátt við sameiningartákn og fögur gildi. Ef við viljum ekki Katrínu þá tel ég vænlegast að kjósa Höllu Hrund, þar eð hún hefur, gegnumsneitt haft mest fylgi í skoðanakönnunum. Með því að kjósa ekki Katrínu og með því að kjósa þann frambjóðanda sem líklegastur er til að koma Katrínu frá kjötkötlum valdsins, erum við að virkja skilning okkar, við erum að sýna skoðun í verki og láta viðhorf okkar vaka. Hér getum við haft áhrif, hér getum við breytt með atkvæðum okkar.

Katrín Jakobsdóttir hefur svikið yfirleitt öll loforð sem hún hefur gefið. En elítan er snjöll og slóttug. Katrín er studd af Hannesi Hólmsteini og öðrum verndurum frjálshyggjunnar. Hún er studd af Bjarna Ben og öðrum mönnum sem hafa fengið að afskrifa hundruð milljarða, tekið peninga úr vösum almennings, hún er studd af mönnum sem stofna skúffufyrirtæki og geta látið t.d. fimmtíu milljarða hverfa eins og dögg fyrir sólu, sbr. Máttur ehf. sem velunnarar Katrínar tengdust. Katrín ætlar að styðja þá sem eru valdhafar Íslands, samtímis ætlar hún að eyðileggja íslenska tungu, hún hefur sagt þjóð sinni að ef hún nær kjöri þá ætlar hún ýmist að tala íslensku eða nýslensku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“