fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. maí 2024 19:55

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrarnir Dagur Gunnarsson og Ólafur Laufdal eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Þeir halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast þar sem þeir taka viðtöl við einstaklinga í húðflúrssenunni hér á landi.

Dagur er með þrettán ára reynslu og Ólafur átta ára reynslu, en það er óhætt að segja að upphaf þeirra í bransanum sé gjörólíkt.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á Spotify, Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

„Tattú kom til eiginlega því ég þurfti að vinna við eitthvað. Ég var að reyna að hugsa: Hvað get ég gert þar sem ég þarf ekki að vera mættur eitthvert? Ég kunni að teikna og vinur minn var búinn að hvetja mig til að byrja í þessu,“ segir Ólafur.

Það mætti segja að ferðalag hans til Flórída hafi verið örlagaríkt. „Ég keypti fullt af tattúdóti, ákvað að gera smá fjárfestingu, og var svo í bílskúrnum hjá mömmu og pabba og þar fór allt á fleygiferð.“

Daginn sem Ólafur kom heim biðu hans strákar sem vildu ólmir fá flúr. „Ég kunni ekki einu sinni að kveikja á vélinni, ég þurfti bara að finna út úr því og það voru allir mega peppaðir.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Erfitt að komast að sem lærlingur

Saga Dags byrjar öðruvísi. Hann var mjög ungur þegar áhuginn á tattúum kviknaði og var fimmtán ára þegar hann fékk sitt fyrsta húðflúr og þá var ekki aftur snúið.

„Ég var búinn að væla það út. En ég fékk áhuga mjög ungur, þegar ég var krakki. Afi var með sjóara tattú og mér fannst þau geggjuð. Þannig ég var búinn að ákveða ungur að ætla að fá mér tattú, og líka kannski áhrif frá tónlist sem maður var að hlusta á. Allir töffararnir með ermi,“ segir hann.

„Svo fór ég að safna mér tattúblöðum og bókum, þannig það byrjaði frekar ungt. Ég vissi samt ekki endilega að ég ætlaði að vinna við þetta strax. Ég fór að pæla í því þegar ég var unglingur. Og svo var ég á einhverjum tímapunkti búinn að ákveða að ég ætlaði að gera þetta en þá var það bara að komast inn í þetta.“

Dagur segir að það sé ekki auðvelt að komast að sem lærlingur á stofu. Hann myndi ekki nenna því sjálfur, að vera með lærling, en segist vera mjög þakklátur fólkinu sem tók hann að sér.

„Og þau eyddu miklum tíma í að kenna mér, þau sáu greinilega eitthvað í mér,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dagur Gunnars (@dagurgunnars.tattoo)

„Ég ákvað þetta allt sjálfur“

Þeir eru báðir nánast blekaðir frá toppi til táar. Aðspurðir hvort þeir verði fyrir fordómum eða aðkasti segir Dagur, sem er þriggja barna faðir:

„Já og nei, maður finnur þetta alveg stundum. En það hefur aldrei neinn verið vondur við mig. Ég finn það samt stundum að fólk talar ekki við mig, en eins og ég hef oft sagt, ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út. Ég ákvað þetta allt sjálfur, þannig mér er alveg sama.

Jú, kannski einhver skipti hefur maður verið smá svona á bömmer yfir því, í kringum leikskóla og skóla og svona. Fólki lýst kannski ekki alveg vel á mann, eða þegar maður er með börnin sín í sundi þá fær maður smá lúkk, en það skiptir engu máli.“

Ólafur finnur lítið fyrir fordómum, nema þegar hann er að ferðast á milli landa.

„Ég held að þetta sé orðið meira aðdáunarvert. Fólk hrósar oft flúrunum mínum, sérstaklega ef ég fer til útlanda þá bara er fólk labbandi upp að mér úr öllum áttum,“ segir hann.

„Maður fær það mikið oftar en hitt,“ skýtur Dagur inn í.

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars.

„Kannski eina svona mismununin er á flugvelli og svona. Alltaf þetta random check,“ segir Ólafur kíminn og bætir við:

„En eins og hann segir, ég er ekkert að pirra mig á því, því ég geri mér grein fyrir því að þú getur ekkert bara farið í svona búning og haldið að það hafi engar afleiðingar. Það getur ekkert hver sem er vitað að þú ert bara venjulegur gaur.“

Mamma hafði rétt fyrir sér

„Þetta skiptir nefnilega máli, eins og það sem mamma sagði við mann þegar maður var yngri: „Þetta fer ekkert af þér.“ Það er alveg rétt. Ég sé ekkert eftir neinu, en ég hef alveg hugsað út í það, hvernig ætli það sé að geta farið út og ekki verið með nein tattú. Ég held maður myndi finna massífan mun, ef allt myndi hverfa af manni. Ég er alveg 100 prósent á því,“ segir Dagur.

Dagur og Ólafur halda úti hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast. Smelltu hér til að hlusta eða horfa.

Dagur Gunnars á Instagram.

Ólafur Laufdal á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Hide picture