fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Diddy segir hegðun sína óafsakanlega

Fókus
Sunnudaginn 19. maí 2024 20:30

Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs  sem gengið hefur undir listamannsnafninu P.Diddy hefur beðist afsökunar og sagt hegðun sína óafsakanlega eftir að myndband frá 2016 þar sem sjá má hann beita þáverandi kærustu sína, Cassie Ventura, hrottalegu ofbeldi var birt í fjölmiðlum vestanhafs:

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

NBC greinir frá og segir Combs hafa komið afsökunarbeiðninni á framfæri í myndbandi á Instagram síðu sinni og segi þar meðal annars að hegðun hans sé óafsakanleg.

Combs er til rannsóknar hjá alríkisyfirvöldum í Bandaríkjunum og fjöldi einkamála hefur verið höfðaður á hendur honum.

Hann segist á þeim tíma sem myndbandið er tekið hafa verið á botninum í lífi sínu og það sé erfitt nú átta árum síðar að horfa á sjálfan sig haga sér með þessum hætti. Hann axli fulla ábyrgð á gjörðum sínum í myndbandinu og segist fullur viðbjóðs vegna hegðunar sinnar.

Eftir þennan atburð hafi hann leitað sér hjálpar hjá meðferðaraðilum. Honum þyki þetta mjög leitt en gangi þó ekki svo langt að biðja um fyrirgefningu.

Cassie Ventura höfðaði mál gegn Combs á þeim grundvelli að hann hafi nauðgað henni og beitt hana annars konar ofbeldi á meðan þau voru saman. Þar á meðal hafi hann kýlt hana, lamið hana, sparkað í hana og stappað á henni. Myndbandið rennir stoðum undir þessar fullyrðingar Ventura en þar má meðal annars sjá Combs sparka í hana.

Neitaði öllu þar til nú

Combs hafði áður neitað ásökunum Ventura. Þau náðu samkomulagi um úrlausn málshöfðunarinnar en Combs sagði það ekki fela í sér neina viðurkenningu á því að hann hefði gert nokkuð rangt en nú þegar myndbandið frá 2016 hefur verið birt er annað hljóð komið í strokkinn

Umrætt myndband er úr öryggismyndavél á gangi hótels. Sjá má Ventura ganga í átt að lyftu með ferðatösku í eftirdragi og Combs hlaupa á eftir henni, með aðeins handklæði utan um sig, og ráðast í kjölfarið á hana.

Saksóknaraembættið í Los Angeles segist meðvitað um tilveru myndbandsins en segir brotin sem á því megi sjá vera fyrnd.

Combs er þó til rannsóknar hjá alríkisyfirvöldum en útsendarar heimavarnarráðuneytisins hafa framkvæmt húsleitir í húsum í hans eigu í Kaliforníu og Flórída.

Auk málsóknar Ventura höfðu fimm aðrar konur höfðað mál á hendur Combs og sakað hann meðal annars um kynferðislegt ofbeldi. Combs hefur hingað til vísað ásökunum þeirra á bug en ekki er ljóst á þessari stundu hvort myndbandið margumrædda breytir einhverju þar um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“