fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Þetta eru lögin sem forsetaframbjóðendurnir taka í karókí – „I Am Groot“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 18. maí 2024 18:54

Tónlistarsmekkurinn og getan er mismunandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falleg söngrödd er ekki öllum gefin en allir eiga rétt á að láta ljós sitt skína í karókí. Hvað sem fólki finnst nú um það. Ef þú ert á leið á karókíbar í kvöld er hugsanlegt að þú rekist á forsetaframbjóðanda eða tvo hefja upp raust sína til þess að reyna að snapa nokkur atkvæði tónelskra.

DV spurði forsetaframbjóðendurna hvaða lag þeir taka í karókí og það stóð ekki á svörunum. Einnig hvaða tónlist sé í mestu uppáhaldi.

Paradise City með Guns ‘n Roses eða Sing með Travis verða fyrir valinu í hópsöng vinkvenna,“ segir Halla Hrund Logadóttir. „Best er ég þó í Dancing Queen með Abba. En skemmtilegast finnst mér að syngja í hópi.“

Aðspurð um uppáhalds tónlistina nefnir Halla nokkra íslenska slagara. „Flottur jakki með Ragga Bjarna er geggjaður slagari á dansgólfinu ásamt Gaggó Vest og Búkalú með Stuðmönnum. Svona dags daglega hlusta ég líka mest á íslenska tónlist eins og Ásgeir Trausta og Unu Torfa.

Nafna hennar Halla Tómasdóttir er sterk í diskóinu. „I Will Survive með Gloriu Gaynor eða Groove Is in the Heart með Deee Lite,“ segir hún aðspurð um hvaða lag verður fyrir valinu í karókí.

Rokkrisarnir frá Írlandi eru hins vegar í mestu uppáhaldi þó hún eigi marga uppáhaldstónlistarmenn og hljómsveitir. „U2 stóð snemma uppúr og er enn í uppáhaldi,“ segir Halla.

Helga Þórisdóttir er líkt og Höllurnar hrifin af diskó og tekur ABBA. „Dancing Queen með Abba að sjálfsögðu,“ segir Helga. Sænska diskó og poppgrúbban er einnig hennar uppáhaldsband.

Katrín Jakobsdóttir segist reyna að forða öðrum frá því að syngja í karókí en sígildur slagari Dolly Parton og Kenny Rogers verður þó stundum fyrir valinu. „Úff, ég fer nú ekki mikið í karaoke til að hlífa samferðamönnum mínum en Islands in the Stream er nú sígilt lag að taka seint um kvöld,“ segir Katrín.

Katrín segist ekki geta nefnt einhvern einn tónlistarmann eða band sem sé í mestu uppáhaldi. „Ég er hin klassíska alæta á tónlist og hlusta því á flest allt,“ segir hún.

Líkt og Katrín grípur Viktor Traustason í klassísk lög frá níunda áratugnum. Af öðrum meiði þó. „Rich Girl með Hall & Oats eða Fight For Your Right to Party með Beastie Boys,“ segir Viktor.

Viktor er þó almennt mikið rokk-megin í lífinu. Iron Maiden sé hans uppáhald, allra tíma, en ástralska pönksveitin The Chats sé mikið á fóninum þessa dagana. Einnig hefur hann gaman af góðu hip hoppi. Lil Durk hafi hann til að mynda hlustað mikið á fyrir um tíu árum síðan.

Arnar Þór horfir til Svíþjóðar þegar hann syngur í karókí. Nefnir hann lagið Fest hos mange með Mange Makers.

„Robert Plant, enda er hann rokkhetja allra tíma,“ segir Arnar aðspurður um tónlistarfólk í uppáhaldi. Eins og flestir vita söng Plant með hinni rómuðu rokkhljómsveit Led Zeppelin. En Arnar nefnir einnig rokkhetju úr sveitinni Dire Straits. „Hér verður þó einnig að nefna Mark Knopfler, sem hina sönnu gítarhetju.“

I Am Groot“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson þegar hann er beðinn um að nefna karókílag sem hann grípur í.

Rappið og rokkið eiga samt hug hans allan. „Ice T  þegar ég var ungur en spila mest AC/DC í dag  en hlusta nánast alfarið á útvarpið fyrir tónlist,“ segir Eiríkur.

Jón Gnarr hefur sungið mikið í gegnum tíðina, með Tvíhöfða og Fóstbræðrum. En þegar hann syngur karókí tekur hann slagarann úr níunni What if God Was One of Us með söngkonunni Joan Osborne. Hann nefnir hins vegar Björk Guðmundsdóttur sem sinn uppáhaldstónlistarmann.

Sumir frambjóðendurnir láta hins vegar aldrei tilleiðast að grípa í míkrófóninn. „Syng aldrei í karokí en hef þó gaman að því að syngja,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. „Ég er alæta á tónlist. Nú er ég að hlusta mikið á Caetano Veloso.“ En Veloso er brasilískur tónlistarmaður og aktívisti.

„Ég þekki mín takmörk og myndi aldrei gera öðrum þann grikk að syngja fyrir þau,“ segir Baldur Þórhallsson. Þó sé ein undantekning frá þessari reglu. „Ég syng fyrir barnabörnin fyrir svefninn eða með Kardimommubænum í bílnum. Ég veit að einn daginn munu þau átta sig, en það verður þá bara lífslexía: Enginn er góður í öllu, ekki einu sinni afar!“

Aðspurður um uppáhaldstónlistarfólk nefnir Baldur eiginmann sinn, Felix Bergsson. En hann var eins og margir muna söngvarinn í hinni rómuðu ballhljómsveit Greifunum.

Ásdís Rán er heldur ekki mikið fyrir karókí. „Ég er alls ekki karaoke manneskja og ekki með mikla hæfileika þar en ef ég lendi í þessum aðstæðum þá reyni ég að taka einhvern gamlan slagara sem er nokkuð skothelt að ég ráði við laglínuna og textann,“ segir Ásdís.

Hún segist einnig vera alæta á tónlist, ekkert eitt sé í uppáhaldi. Hún velji tónlist eftir tíma, stað og tilfinningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“