fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Viðurkenndi loksins að hafa notað megrunarlyf – „Allir halda að þetta sé Ozempic, þetta er annað lyf“

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2024 09:29

Kelly Clarkson viðurkenndi að hafa notað megrunarlyf. Myndir/NBC/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og spjallþáttastjórnandinn Kelly Clarkson hefur loksins viðurkennt að hafa notað þyngdarstjórnunarlyf til að léttast. Aðdáendum hefur grunað það í nokkra mánuði en Clarkson hefur áður gefið í skyn að þyngdartapinu væri hollu mataræði og göngutúrum að þakka.

Leikkonan Whoopi Goldberg var gestur hjá Clarkson í gær og ræddi opinskátt um notkun sína á sykursýkislyfinu Mounjaro og hvernig það hjálpaði henni að grennast. Clarkson gekkst við því að hafa sjálf prófað svipað lyf.

„Ég hef grennst mikið líka,“ sagði hún í þættinum í gær.

„Mitt lyf er annað en það sem fólk heldur, en ég þurfti að fara á það því niðurstöður blóðprufunnar minnar voru svo slæmar.“

Kelly Clarkson
Kelly áður en hún byrjaði á lyfinu. Mynd/Getty Images

Söngkonan sagðist ekki vera á Ozempic, sem er mjög vinsælt meðal stjarnanna í Hollywood, en tjáði sig ekki nánar um hvaða lyf hún væri að taka.

Sjá einnig: Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

„Læknirinn minn reyndi að fá mig á þetta lyf í tvö ár og ég sagði alltaf: „Nei, ég er hrædd við það. Ég er þegar að glíma við skjaldkirtlavandamál,““ sagði hún.

„Allir halda að þetta sé Ozempic, þetta er það ekki, þetta er annað lyf. Þetta er eitthvað sem hjálpar mér að brjóta niður sykurinn. Líkaminn minn gerir það augljóslega ekki rétt.“

Kelly Clarkson í þættinum í gær.

Clarkson sagði að hún hafi ekki áttað sig á því að hún væri í svona mikilli yfirþyngd fyrr en hún byrjaði að léttast.

„Þegar ég var sem þyngst var ég 92 kíló og ég er 160 cm. Þetta er fyndið því fólk heldur að ég hafi verið þunglynd og liðið ömurlega með mig sjálfa, en það er ekki rétt,“ sagði hún.

Kelly Clarkson
Kelly Clarkson og Zendaya. Mynd/NBC

Aðdáendur stjörnunnar gagnrýna hana harðlega þar sem hún hafði áður sagt að það væri hollu mataræði og göngutúrum að þakka að hún væri búin að léttast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“