fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Yfirvöld á helstu partýeyjum Spánar lýsa yfir stríði gegn ofdrykkju og næturbrölti ferðamanna

Fókus
Föstudaginn 10. maí 2024 16:30

Frá Ibiza.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Baleareyjum á Spáni hafa gripið til þeirra ráðstafana að banna sölu á áfengi á vissum svæðum á eyjunum á milli klukkan 21:30 að kvöldi og klukkan 8 að morgni. Þetta er sagt hugsað til að draga úr þeirri gerð ferðamennsku sem yfirvöld telja óæskilega sem felst einkum í mikilli áfengisdrykkju og samsvarandi skemmtanahaldi næturlangt.

Baleareyjar eru eitt af héruðum Spánar en bæði Mallorca og Ibiza tilheyra eyjunum. Ferðamenn, einkum ungt fólk, hafa talsvert sótt í næturlífið á báðum eyjunum. Bannið gildir til ársloka 2027 og nær til Llucmajor, Palma og Calvia á Mallorca og Sant Antoni á Ibiza.

Svokölluðum partýbátum verður einnig bannað að vera í minna en einnar sjómílu fjarlægð frá þessum stöðum og verður bannað bæði að hleypa farþegum frá borði og að hleypa farþegum um borð.

Daily Mail greinir frá málinu og segir bannið fylgja í kjölfar þess að yfirvöld hafi varað skemmtanaglaða breska ferðamenn við því að þeir gætu fengið háar sektir vegna slæmrar hegðunar eftir að reglur um hegðun á almannafæri voru hertar.

Borgarstjóri Palma sem er stærsta borg Mallorca og höfuðstaður Baleareyja segir sitt markmið vera að kveða niður andfélagslega hegðun bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum. Umræddar reglur munu taka gildi síðar á árinu.

Samkvæmt nýju reglunum verða drykkjuveislur á almannafæri bannaðar sem og veggjakrot, rafmagnsvespur og hvers kyns nekt.

Borgarstjórinn, Jaime Martinez, segir núgildandi reglur of vægar og ekki duga til að draga úr andfélagslegri hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum