fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Margir telja að Ísrael muni hreinlega vinna Eurovision – Hvað gerist þá á næsta ári?

Fókus
Föstudaginn 10. maí 2024 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Ísraels í Eurovision-söngvakeppninni hefur stokkið upp í veðbönkum og telja margir hreinlega að Eden Golan, með lagið Hurricane, muni standa uppi sem sigurvegari í keppninni á laugardag.

Lagið komst áfram á úrslitakvöldið í gærkvöldi en mikil mótmæli fóru fram í Malmö í Svíþjóð þar sem keppnin er haldin. Baulað var þegar Eden flutti lagið en það virðist ekki hafa haft mikil áhrif á þá sem greiddu henni atkvæði.

Samkvæmt Eurovisionworld er Ísrael nú í 2. sæti yfir líklegustu sigurvegara keppninnar og eru vinningslíkur þeirra nú metnar 25%. Hefur lagið tekið mikinn kipp í veðbönkum eftir að úrslitin í gærkvöldi lágu fyrir. Króatía er sem fyrr sigurstranglegast og eru líkurnar á sigri þeirra metnar 38%.

Veðbankar hafa í gegnum tíðina verið nokkuð sannspáir en það verður án efa fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardagskvöldið.

Hefðin er sú að sigurvegarar Eurovision haldi keppnina árið á eftir. Fari svo að Ísrael vinni er þó alls óvíst hvort keppnin fari fram þar í ljósi ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Færi það væntanlega eftir því hvernig mál þróast næstu vikurnar. Þá er ekki víst að aðrar þjóðir, Ísland til dæmis, myndu kæra sig um að fara til Ísraels í ljósi atburða síðustu vikna.

Úkraína vann keppnina vorið 2022 en keppnin var ekki haldin þar í fyrra vegna innrásar Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja