fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Fókus
Miðvikudaginn 1. maí 2024 14:30

Baldvin Z. -skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z. er nýjasti gestur hlaðvarpsins Götustrákar. Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem er öllum aðgengileg á Youtube rifjar hann meðal annars upp flugslys sem hann varð vitni að árið 1995 og segist muna hvert smáatriði frá þeim degi.

Hann segist raunar hafa verið að bíða eftir því að fara um borð í flugvélina áður en hún hrapaði. Það átti sér stað á Melgerðismelum, í nágrenni Akureyrar, en um var að ræða svifflugvél. Atburðurinn virðist hafa fengið þó nokkuð á Baldvin og hann man mjög vel eftir þessum degi þótt 27 ár séu liðin:

„Einhvern veginn þá límist þessi dagur bara frá því ég vakna og þangað til ég sofna. Mér líður eins og ég muni hvert einasta augnablik þennan dag.“

Hann segir að tengdapabbi bróður síns hafi verið um borð í vélinni þegar slysið varð. Baldvin segir afleiðingarnar fyrir sig hafa verið þó nokkrar:

„Þetta spíralar líka í einhverja geðsjúka flughræðslu sem ég þurfti að díla við og alls konar hluti. Ég held líka að það hafi eitthvað rofnað í hausnum á mér við þetta. Einhver svona tilfinningarofnun sem ég hef einhvern veginn verið að reyna að endurheimta alla mína ævi. Einhver svona „numbness“ ( doði, innsk. DV) varðandi ákveðna hluti.“

Þetta áfall bættist ofan á það að Baldvin missti móður sína nokkrum árum áður og hin tilfinningalegu áhrif af því að verða vitni að slysinu blönduðust saman við áhrifin af móðurmissinum.

Tók bara á því

Baldvin segir aðspurður um hvort hann hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar vegna flughræðslunnar í kjölfar slyssins að hann hafi fyrst einfaldlega þurft að takast á við flughræðsluna með beinum hætti:

„Á endanum varð bara að fljúga og fokking taka á því. Út af því á þeim tíma þekktist ekki mjög mikið einhver svona áfallahjálp. Það er bara mörgum, mörgum árum seinna sem maður fer til sálfræðings og maður fer að reyna að átta sig á.“

Tveimur árum eftir slysið á Melgerðismelum stóð Baldvin frammi fyrir því að þurfa að fara í flugferð vestur um haf með þungarokkshljómsveit sem hann var í:

„Við fórum í ferð til New York eftir fyrstu Airwaves-hátíðina ’99. Þessi ferð fer bara til andskotans. Það fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis í þessari ferð. Ég hef oft sest niður ég hef meira að segja sent á strákana: Á ég að skrifa handrit upp úr þessu. Þetta er kómískt eftir á en var mjög dramatískt á þeim tíma. Bandið splúndrast, umboðsmaðurinn okkar féll og ég veit ekki hvað gerðist ekki í þessari ferð. Við tókum þennan fræga „sex, drugs and rock´n roll“ part út á tveimur vikum.“

Baldvin segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrr en hann var byrjaður að leikstýra kvikmynd í þriðja sinn að þessi reynsla frá New York hafi haft töluverð áhrif á sköpunarferli hans því söguþráður kvikmynda hans hafi ekki síst gengið út á að einhver fari erlendis þar sem allt klúðrist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“