fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 19:30

Ísland hefur tekið skarpan niðurtúr í veðbönkum eftir sigur Heru Bjarkar í byrjun mars. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlíkur Íslands halda áfram að dvína í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Lag Heru Bjarkar situr nú í 27. sætinu hjá veðbönkum. Dali lagið meira er ólíklegt að það komist áfram í lokakeppnina.

Það eru veðbankarnir Betvictor og William Hill sem gefa lagi Heru Bjarkar, „Scared of Heights“, bestu vinningslíkurnar. Samt aðeins 100 á móti einum. Flestir veðbankar gefa laginu á bilinu 200 til 300 á móti einum að vinna keppnina.

Síðan lag Heru vann Söngvakeppni Sjónvarpsins þann 2. mars síðastliðinn hefur Ísland fallið hratt og örugglega niður veðbankana.

Samfellt hrun

Í janúar og febrúar var Ísland á meðal efstu sæta hjá veðbönkunum en þá var talið líklegt að „Wild West“, lag Bashar Murad, myndi vinna keppnina og vera framlag Íslands í Eurovision. Þegar Hera Björk vann Söngvakeppnina var Ísland í þriðja sæti hjá veðbönkum en hrapaði strax um eitt sæti. Degi seinna hafði lagið hrapað niður í 8. sæti.

Um miðjan mars var lagið komið niður í 19. sæti og í byrjun apríl niður í 24. sæti. Eins og áður var sagt situr lag Heru nú í 27. sæti af 37 keppnisþjóðum.

Ísland er eitt af 15 löndum sem taka þátt í fyrri undanriðli Eurovision sem fram fer þriðjudaginn 7. maí. Samkvæmt veðbönkunum er það veikari undanriðillinn og myndi Ísland komast upp úr riðlinum en naumlega þó miðað við hvar hin löndin standa. Ísland má þó ekki dala meira til að komast ekki áfram.

Ísrael í níunda sæti

Samkvæmt veðbönkunum er svissneska lagið „The Code“ með rapparanum Nemo talið langlíklegast til þess að vinna keppnina. Á eftir Sviss koma Króatía, Ítalía, Úkraína og Holland.

Sjá einnig:

Hera rýfur þögnina:Erfiðast að fá ljót skilaboð send beint til sín – Kom aldrei til greina að gefast upp

Í níunda sæti situr lag Ísraels en gustað hefur um veru Ísraela í keppninni síðan Ísraelsher hóf innrás sína á Gasa ströndina í október. Um tíma leit út fyrir að EBU, framkvæmdaaðili Eurovision, myndi ekki hleypa framlagi þeirra „October Rain“ í keppnina vegna þess að textinn fjallaði óbeint um stríðið. En Ísraelar féllust á að breyta texta lagsins sem Eden Golan syngur og heitir það núna „Hurricane.“

Væringar á Íslandi

Vera Ísraels í keppninni hefur einnig haft áhrif hér á landi. Einn lagahöfunda „Scared of Heights“, Ásdís María Viðarsdóttir mun ekki fylgja hópnum út vegna veru Ísraels. Þá mun sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson ekki lýsa keppninni eins og hann hefur gert um langt skeið.

Hera Björk sjálf var harðlega gagnrýnd eftir að hún sagðist elska lag Ísraelsmanna í viðtali við ísraelskan miðil. Þá sagðist hún vona að Ísraelsmenn væru öruggir og myndu njóta keppninnar. Eftir að viðtalið birtist sagði Hera að henni hefðu verið gerðar upp skoðanir í umræddu viðtali. Henni fyndist framkoma Ísraelsmanna við palestínsku þjóðina hræðileg og til skammar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram