Inngangsstef eru ómissandi þáttur úr hverjum sjónvarpsfréttatíma. Sjónvarpsstöðvar leggja mikið upp úr því að hafa stefið spennandi til að sýna áhorfandanum að verið sé að fara að flytja merkileg tíðindi.
Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins hafa verið fluttar síðan það hóf göngu sína haustið 1966. Ótal inngangsstef hafa verið búin til af tæknifólkinu fyrir fréttirnar eins og sést í meðfylgjandi myndbandi þar sem farið er yfir söguna.
Sum stefin eldast betur en önnur. Sjón er sögu ríkari.