fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Allt sem þú þarft að vita um BDSM-partý á Íslandi – „Það var leiksvæði, tveir krossar sem þú getur fest manneskju á og stórt hundabúr“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. apríl 2024 10:30

Alrún Ösp Herudóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alrún Ösp Herudóttir hefur verið virk í BDSM senunni hér á landi um árabil. Hún er fyrrverandi stjórnarmeðlimur BDSM samtakanna á Íslandi og er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins.

Alrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um kinkí samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki og traust. Þá ræðum við BDSM-partý hér á landi og hvað á sér stað á slíkum viðburðum og margt fleira í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Það er einnig hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Það eru komin um sex ár síðan Alrún kynntist BDSM samfélaginu hér á Íslandi. Hún rifjar upp fyrstu samkomuna sem hún mætti í, en það var viðburður á vegum samtakanna sem er haldinn mánaðarlega.

„Það er haldið partý einu sinni í mánuði á opinberum stað, en það er lokað. Þú þarft að vera á gestalista. Það er ekki stundað kynlíf þar inni. Fólk er ekki að gera eitthvað þannig kynferðislegt heldur er það að leika, hafa gaman, njóta og njóta félagsskap annarra,“ segir Alrún og viðurkennir að hún hafi verið smá stressuð fyrst.

„Þegar ég var að fara í mitt fyrsta partý þá var ég smá svona fokk, hvað er ég að fara að sjá?“

Alrún Ösp Herudóttir. Mynd/Instagram

„Svo kom ég þarna inn og það var geðveikt næs væb þarna inni. Það var tónlist, fólk var að mæta með allt dótið sitt og eitthvað svona, fólk alls konar klætt í flott föt. Nekt er ekki bönnuð og fólk má vera eins og það er, en í þessum partýum er fólk ekki að stunda kynlíf. Allt fólkið er ótrúlega vinalegt og býður mann velkominn. Margir sjá oft fyrir sér rosa harðkjarna einstaklinga fyrir sér í BDSM en þetta er ósköp venjulegt fólk og rosa miklir kærleiksbirnir,“ segir Alrún og lýsir því sem var þarna inni.

„Það var leiksvæði, tveir krossar sem þú getur fest manneskju á, stórt hundabúr, bindingarsvæði, borð og stólar þar sem fólk var að spjalla, það var plötusnúður og svo var fólk að leika sér út um allt. Sumir voru að horfa á og fólk var bara að skemmta sér og hafa gaman.“

Alrún tekur það fram að ölvun er ekki leyfð. „Þetta er ekki fyllerí, fólk er ekki að drekka þarna. Og í þessu partýi eru strangar reglur og ef þú fylgir þeim ekki þá er þér hent út.“

Það er misjafnt hvað mæta margir en fjöldinn hleypur á tugum. „En eins og partýið eftir Covid, þá komu hundrað manns,“ segir hún og hlær.

Alrún fer nánar yfir reglurnar, partýin og hvers konar BDSM-leikir eiga sér stað þar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Alrúnu á Instagram og skoðaðu það sem hún kallar „kinkí“ Instagram-síðuna hennar hér, en þar deilir hún öllu sem viðkemur kinkí lífsstílnum, list og öðru skemmtilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture