fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 19:00

Peter Andre var stjarna í níunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski söngvarinn Peter Andre og eiginkona hans, Emily MacDonagh, hafa ekki getað komið sér saman um nafn á þriðja barn þeirra. Stúlkubarnið er nú orðið mánaðar gömul og er kölluð Bubba.

Í frétt Telegraph um málið segir að hjónin geti ekki valið á milli tveggja kosta. Annars vegar Athena, með vísun í hina forngrísku viskugyðju, annars vegar og hins vegar Charlotte, því Peter vill að dóttirin verði kölluð Charlie.

Á fjögur börn fyrir

Reglurnar í Bretlandi, þar sem fjölskyldan býr, segja til um að barnið verði að fá nafn og liggja sektir við því ef foreldrar skrá ekki nafn á tilskyldum tíma. Í Englandi og Wales er fresturinn 42 dagar, annars skellur á 200 punda sekt. Ekki er hins vegar víst að Peter Andre og frú láti það hafa mikil áhrif á sig. Stjarnan sem söng Mysterious Girl ætti að geta borgað þá summu, sem jafngildir um 35 þúsund íslenskar krónur.

Andre á fjögur börn fyrir og hefur, að því best er vitað, ekki lent í slíkum vandræðum áður. Það eru Junior Savva og Princess Tiaamii Crystal Esther með fyrri eiginkonu sinni og Millie og Theo með Emily.

Rýmri réttur á Íslandi

Hér á Íslandi gilda vitaskuld nöfn um mannanöfn og þar eru hvatar til þess að foreldrar nefni börnin sín. Íslendingar hafa hins vegar mun rýmri fresti en Bretar.

Í 2. grein segir að mannanafnalaga segir að skylt sé að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess.

Í 25. grein laganna segir að sé barni ekki gefið nafn innan þess tímafrests skuli Þjóðskrá Íslands vekja athygli foreldranna á þessu ákvæð og skora á þá að gefa barninu nafn án tafar.

Sinni foreldrarnir þessu ekki og tilgreini engar gildar ástæður fyrir drættinum á nafngjöfinni er Þjóðskrá heimilt að leggja á dagsektir. Þær verða að vera að undangenginni ítrekaðri skriflegri áskorun þó.

Þessar dagsektir mega vera allt að 1.000 krónum á dag þangað til barninu er gefið nafn.

„Hámarksfjárhæð dagsekta miðast við vísitölu neysluverðs í janúar 1996 og breytist í samræmi við breytingar hennar. Dagsektir renna í ríkissjóð og má gera aðför til fullnustu þeirra,“ segir í lögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“