fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 14:30

Þjórfé er flóknara reikningsdæmi fyrir Íslendnga en flesta aðra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn helsti menningarmunurinn sem Íslendingar reka sig á þegar þeir eru erlendis er þjórfé. Þetta getur valdið íslenskum ferðalöngum miklum kvíða og ótal spurningar vakna.

Hverjum á ég að gefa þjórfé? Hversu mikið? Ég er bara með kort, verður leigubílstjórinn reiður ef ég læt hann ekki hafa neitt? Er þjórfé innifalið í verðinu nú þegar? Á ég aðeins að gefa þjórfé ef ég er ánægður með þjónustuna?

Hið rétta er að óskrifaðar reglur um þjórfé eru afar mismunandi eftir löndum, og jafn vel á svæðum innan ákveðinna landa. Það besta sem ferðamenn geta gert er að kynna sér hvaða siðir gilda um þjórfé í viðkomandi landi sem þeir hyggjast ferðast til.

DV kannaði siðina í nokkrum af þeim löndum sem Íslendingar ferðast gjarnan til.

 

Spánn

Ólíkt því sem margir halda þá ætlast þjónustufólk á Spáni ekki til þess að fá þjórfé. En það er hins vegar mjög vel þegið eins og Íslendingar þekkja á Kanaríeyjum, Alicante svæðinu, Mallorca og öðrum vinsælum ferðamannastöðum.

Spánskir leigubílstjórar gera ekki ráð fyrir þjórfé en það er vel þegið. Mynd/Getty

Engar sérstakar óskrifaðar reglur um upphæðir eru til. Algengt er að fólk gefi nokkrar evrur í klinki eða þá aðeins meira á fínni stöðum eða ef fólki fannst þjónustan áberandi góð, þó ekki yfir 10 prósent. Á sumum stöðum er hins vegar þjórfé þegar innifalið í verðinu þannig að gott er að kíkja á nótuna áður en maður rífur upp klinkið, þjórfé heitir propina á spænsku.

 

Ítalía

Á Ítalíu er ekki til siðs að gefa þjórfé nema í einstökum tilfellum. Á flestum veitingastöðum er þegar búið að reikna inn sérstakt þjónustugjald, sem heitir annað hvort coperto eða servizio og það á að vera uppgefið á matseðlinum.

Það er samt enginn að fara að móðgast ef skilið er eftir þjórfé á Ítalíu, sérstaklega ekki til þess að námunda reikninginn upp að næstu heilu tölu.

 

Bretland

Hefðin fyrir þjórfé hefur ekki verið sterk í Bretlandi og er sífellt að veikjast í ljósi þess að færri og færri veitingastaðir og pöbbar taka við reiðufé.

Sífellt færri veitingastaðir í Bretlandi taka við reiðufé. Mynd/Getty

Hins vegar rukka sumir veitingastaðir svokallað þjónustugjald, sem oft er 12,5 prósent af verðinu. Hægt er að fá þjónustugjaldið endurgreitt ef kaupanda þótti þjónustan slæm.

 

Danmörk

Rétt eins og í Bretlandi og Ítalíu er ekki til siðs að gefa þjórfé í Danmörku. Samkvæmt dönskum lögum er þjónustugjald þegar innifalið í reikningnum. Það er hins vegar ekki litið niður á það að gerfa þjórfé, svo sem upp að næstu heilu tölu eða 10 prósent.

 

Pólland

Pólland er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem beinlínis er ætlast til þess að erlendir ferðamenn gefi þjórfé fyrir þjónustu. Sérstaklega þjónum á veitingastöðum og hárgreiðslufólki en einnig leigubílstjórum, barþjónum og fleira starfsfólki.

Venjulega er þjórféð um 10 til 15 prósent af verði þjónustunnar. Jafn vel upp í 20 prósent. Ekki er ætlast til hins sama af heimamönnum.

 

Bandaríkin

Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir þjórfé og ekki er sama hvað er gefið. Á veitingastöðum sem stæra sig af því að veita góða þjónustu er ætlast til þess að viðskiptavinir greiði á bilinu 15 til 20 prósent í þjórfé. Þetta er hærri upphæð en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það gilda líka strangari reglur um þjórféþega í Bandaríkjunum, það er hvaða hópar mega fá þjórfé og hvernig það er skattlagt.

Það er réttara að hafa með sér nægt þjórfé á amerískum dæner. Mynd/Wikipedia

En eins og gefur að skilja þá er þjórfé á valdi viðskiptavinarins og hann getur ákveðið að „refsa“ fyrir slæma þjónustu með því að gefa minna eða ekkert. Það er enginn að fara að hringja á lögregluna yfir því.

 

Japan

Japanir eru líkastir Íslendingum hvað þjórfé varðar. Ef þú reynir að gefa þjórfé er líklegt að viðkomandi afþakki pent eða jafn vel móðgist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“