fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknasamfélagið hefur tekið eftir áberandi aukningu á aukaverkunum tengdum megrunarlyfinu Ozempic, sérstaklega meðal fræga fólksins.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Fólk sem notar lyfið er oft að grennast hratt og mikið og glíma margir við þessa aukaverkun sem er gjarnan kölluð „Ozempic-andlitið.“

Einkennin eru niðursokkin augu, holar kinnar og laus húð í andliti, sem verða til þess að viðkomandi virðist eldri en hann er.

„Við sjáum fólk missa mikla fyllingu í andliti og þegar við missum fitu í andlitinu þá sjáum við það aðallega á kinnunum, húðin lafir líka meira og fólk er almennt meira kinnfiskasogið og beinabert,“ sagði lýtalæknirinn Dr. Smita Ramanadham, við DailyMail.

Sharon Osbourne Talks Ozempic: "I Didn't Want To Go This Thin" | Woman's World
Sharon Osbourne. Fyrir og eftir.

Lyf eins og Ozempic og Wegovy hafa notið gífurlegra vinsælda í hinum vestræna heimi og eru sérstaklega vinsæl meðal stjarnanna í Hollywood, þar sem útlit virðist skipta öllu máli.

DailyMail ræddi við lækna sem bentu á breytt útlit nokkurra frægra einstaklinga, eins og leikarans John Goodman og sjónvarpsstjörnunnar Sharon Osborne, sem þeir sögðu líklegast vera að glíma við þennan fylgikvilla lyfsins.

John Goodman, 71, is unrecognizable after 200lb weight loss: see before and after | HELLO!
John Goodman fyrir og eftir.

„Þú sérð fleiri línur, fleiri hrukkur og lausari húð núna miðað við þegar hann var þyngri og meiri fylling í andlitinu hans. Þessar breytingar eiga samt ekki bara við Ozempic heldur þyngdartap almennt,“ sagði Dr. Ramanadham.

Söngvarinn Robbie Williams, 50 ára, sagði síðasta haust að hann væri í einhvers konar meðferð, svipaðri og Ozempic, en hann nefndi engin sérstök lyf, og telja sérfræðingar það vera ástæðuna fyrir breyttu útliti hans.

Robbie Williams.

Washington Times greinir frá því að hópur lýtalækna skoðuðu myndir af fimmtán frægum einstaklingum sem hafa gengist undir mikið þyngdartap og komust að þeirri niðurstöðu að allavega helmingur þeirra gæti verið að glíma við „Ozempic andlit“ vegna meðferðarinnar. Læknarnir sögðu breytingarnar sjást meira hjá körlum, þar sem konur noti gjarnan snyrtivörur og fylliefni til að lágmarka áhrifin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna