fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Kanye West ætlar í klámið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:29

Kanye West. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West er að íhuga að opna eigið klámframleiðslufyrirtæki, „Yezzy Porn“.

Talsmaður rapparans staðfesti fréttirnar við Page Six í gær.

Kanye hefur verið að spá í þessu í dágóðan tíma og „virðist vera harðákveðinn að kýla á það,“ sagði talsmaðurinn.

Kanye hefur verið í sambandi við fyrrverandi eiginmann klámstjörnunnar Stormy Daniels, Mike Moz, sem er framleiðandi í klámbransanum. Sagt er að Mike Moz verði yfir þessu nýja verkefni.

Ef allt gengur eftir þá mun framleiðslufyrirtækið verða að raunveruleika fyrir sumar.

Kanye West Accused Of Harassment After Showing Porn To Adidas Execs
Kanye sýndi stjórnendum Adidas klám og var í kjölfarið sakaður um kynferðislega áreitni.

Þessar fréttir koma örugglega mörgum aðdáendum hans á óvart þar sem hann hefur áður viðurkennt að „klám eyðilagði hjónaband“ hans og Kim Kardashian. Þau eiga saman fjögur börn.

Hann sagðist glíma við klámfíkn í september 2022 og varð það augljóst þegar myndband af honum sýna stjórnendum Adidas klám á starfsfundi fór í dreifingu um netheima.

What exactly is Kanye West's Sunday Service? | The FADER
Kanye stóð fyrir vinsælum sunnudagsmessum.

Kanye virðist einnig vera búinn að setja kristilegt ferðalag sitt í pásu en árið 2019 gaf hann út plötuna „Jesus Is King“ og sagðist vera að íhuga að stofna eigin kirkju. Á þeim tíma stóð hann oft fyrir sunnudagsmessum sem voru fjölsóttar af stjörnunum í Hollywood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“